Erlent

Hættu slökkvistarfi vegna sprengihættu

Breskir slökkviliðsmenn við olíuhreinsunarstöðina norðan við Lundúnir, drógu sig í hlé síðdegis, af ótta við enn eina sprenginguna. Búið er að slökkva elda í tólf eldsneytisgeymum af tuttugu og þykir slökkvistarfið hafa gengið vel.

Óttast var hins vegar að sprenging yrði í geymi sem inniheldur mjög óstöðugt eldsneyti, og var því slökkvistarfi hætt í bili. Svartur reykjarmökkur nær upp í tíu þúsund feta hæð, en prufur sem teknar hafa verið benda ekki til þess að mikil mengunarhætta stafi af honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×