Erlent

Vill að öryggisráð SÞ rannsaki morðið á Tueni

Líbanskir sjúkraflutningamenn bera burt líkið af einu fórnarlamba tilræðisins við Gebran Tueni í Beirút í morgun.
Líbanskir sjúkraflutningamenn bera burt líkið af einu fórnarlamba tilræðisins við Gebran Tueni í Beirút í morgun. MYND/AP

Fouad Siniora, forsætisráðherra Líbanons, hyggst biðja öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að rannsaka morðið á líbanska þingmanninum Gebran Tueni sem ráðinn var af dögum í Beirút í morgun. Tueni lést ásamt þremur öðrum þegar sprengja sprakk nærri bifreið hans en auk þess slösuðust tíu manns í tilræðinu.

Þingmaðurinn var þekktur fyrir harða andstöðu við Sýrlendinga og því hafa augu manna beinst að þarlendum uppreisnarmönnum. Þá vill forsætisráðherrann einnig að komið verði á fót rannsóknardómstól sem rannsaka á morðið á Rafiq Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, sem drepinn var í febrúar síðastliðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×