Erlent

Bandaríkjamenn eru velkomnir

Gholamreza Aghazadeh formaður kjarnorkusamtaka Írans segir að Íransstjórn muni ekki stöðva starfsemi sína þrátt fyrir utanaðkomandi þrýsting
Gholamreza Aghazadeh formaður kjarnorkusamtaka Írans segir að Íransstjórn muni ekki stöðva starfsemi sína þrátt fyrir utanaðkomandi þrýsting

Utanríkisráðuneyti Írans bauð Bandaríkjamönnum að taka þátt í byggingu kjarnorkuvers, til að slá á andstöðu við umdeilda kjarnorkuáætlun sína. "Bandaríkjamenn geta tekið þátt í alþjóðlegu útboði á byggingu nýs kjarnorkuvers, fari þeir eftir eðlilegum stöðlum og gæðaeftirliti," sagði talsmaður Íransstjórnar.

Óvíst er hvernig Bandaríkjamenn svara boðinu í ljósi einhliða viðskiptabanns Bandaríkjanna á Íran. Bandaríkjamenn óttast að Íranir séu að reyna koma sér upp kjarnorkuvopnum sem Íranar þvertaka fyrir. Samningaviðræður Evrópulanda og Írans, þar sem markmiðið er að stöðva frekari kjarnorkuppbyggingu landsins, hefjast aftur 21. desember, en þær leystust upp í ágúst síðastliðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×