Erlent

Tveimur vísað úr landi

Mohamed Daki. Hér í viðtali í Mílanó eftir að hafa verið sýknaður tvívegis.
Mohamed Daki. Hér í viðtali í Mílanó eftir að hafa verið sýknaður tvívegis.

Stjórnvöld á Ítalíu vísuðu tveimur Norður-Afríkubúum sem þau töldu hættulega úr landi um helgina. Þar á meðal var einn sem tvisvar hefur verið sýknaður af ákærum um hryðjuverk, Marokkóbúinn Mohamed Daki.

Daki og Túnisbúanum Ghars­ellaoui Mohamed Akremi var vísað úr landi í samræmi við nýja hryðjuverkalöggjöf Ítala, sem heimilar tafarlausan brottrekstur þeirra sem innanríkisráðuneytið metur hættulega, þótt sekt þeirra sannist ekki fyrir dómstólum.

Daki var handtekinn í bænum Reggio Emilia á laugardag og flogið með hann til Casablanca í Marokkó, en hvorki þarlend fjölskylda hans né nokkur á Ítalu hafa heyrt frá honum síðan. Daki var í fréttum í janúar þegar hann og tveir Túnisbúar voru sýknaðir af sökum um alþjóðlega hryðjuverkastarfsemi og dæmdir skæruliðar í staðin.

Málið vakti mikið umtal og ítalskir saksóknarar hafa kvartað yfir því að hryðjuverkalögin séu klaufalega orðuð og erfitt að fá menn dæmda eftir þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×