Erlent

Sjónhimnuígræðslur í heila Parkinsons-sjúklinga lofa góðu

Fólk sem þjáist af Parkinsons sjúkdómnum sýndi miklar framfarir eftir að skurðlæknar

græddu frumur úr innra lagi sjónhimna í heila þeirra. Slíkar frumur framleiða efnið levodópa, sem margir Parkinsons sjúklingar taka í pilluformi til að koma í stað minnkandi framleiðslu heilans á dópamíni.

Frumurnar voru græddar í sex sjúklinga með Parkinsons á háu stigi, að sögn Natividad Stover frá Háskólanum í Alabama. Ári síðar mældust sjúklingarnir 48% hærra á prófum sem mæla hreyfingu og samhæfingu og tveimur árum síðar höfðu þeir ekki glatað þeirri getu. Ígræðslurnar gengu vandræðalaust fyrir sig og bættu daglegt líf sjúklinganna og lífsgæði þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×