Erlent

Kynjakvóti í stjórnum

Lög sem skylda skráð hlutafélög til að hafa að minnsta kosti fjóra af hverjum tíu stjórnarmönnum konur ganga í gildi um áramótin í Noregi. Félögin fá tvö ár til að auka hlutfallið þannig að í ársbyrjun 2008 eiga konur að sitja í öðru hverju stjórnarsæti, annars geta félögin misst starfsleyfi.

Sænska dagblaðið Dagens Nyheter segir að frestinn fái ekki félög sem verði stofnuð eftir áramótin. Þegar norska ríkisstjórnin lét skoða hlutfall kynjanna í stjórnum félaga í sumar kom í ljós að konur voru aðeins sextán prósent stjórnarmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×