Erlent

Brúður fyrir átta milljónir

Frá Noregi. 67 ára gamall maður hefur gert samning við konu frá Asíu, sem býr í Noregi, um að borga átta milljónir króna fyrir að fá að kvænast sautján ára dóttur hennar.
Frá Noregi. 67 ára gamall maður hefur gert samning við konu frá Asíu, sem býr í Noregi, um að borga átta milljónir króna fyrir að fá að kvænast sautján ára dóttur hennar.

Tæplega sjötugur maður ætlar að kvænast sautján ára gamalli stúlku og borgar móðurinni fyrir 800 þúsund norskar krónur, eða um átta milljónir íslenskar. Skrifað var undir samninginn í apríl í fyrra og hefur maðurinn þegar látið móðurina hafa einn tíunda upphæðarinnar.

Afgangurinn verður greiddur þegar hjónabandið hefur hlotið blessun. Stúlkan er fædd og uppalin í austurhluta Noregs. Faðir hennar er norskur en móðirin frá Asíu. Maðurinn, sem er af erlendu bergi brotinn, segist ekki hafa keypt sér brúði með þessum samningi.

"Ég veit að sumir telja að þetta sé mansal en þetta er sá háttur sem hafður er á í landi móðurinnar. Allir sem ætla að kvænast konu þaðan verða að gera svona samning. Ég hef útskýrt fyrir henni að svona séu hlutirnir ekki í Noregi en hún vill þetta samt," segir hann.

Börn mannsins telja um mansal að ræða og hafa áhyggjur af föður sínum. Þau segja að hann hafi kynnst stúlkunni fyrir þremur árum og fengið stúlkuna á heilann. Hann hafði þá verið fráskilinn í tíu ár. Faðir stúlkunnar ætlar að gera allt sem hann getur til að vernda dóttur sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×