Innlent

Flugi til San Francisco seinkað

Tveggja tíma seinkun verður á fyrsta flugi Flugleiða til San Francisco sem fara átti í loftið klukkan 16.40. Ástæðan er sú að breytingar á innréttingum vélarinnar sem gerðar voru á Írlandi tóku lengir tíma en áætlað var. Haft er ofan af fyrir farþegum með lúðrasveitarleik, kórsöng Flugfreyjukórsins og fleirum. Meðal farþega eru forsætisráðherra og borgarstjórinn í Reykjavík, en þau munu taka þátt í sérstakri hátíðardagskrá í San Francisco.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×