Innlent

Meiri afli en minni verðmæti

Afli íslenskra skipa í apríl var 112 þúsund tonn en var 81 þúsund tonn í apríl 2004, samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Aukningin nemur tæpum 40 prósentum í tonnum talið. Aflaverðmætið dróst hins vegar saman um 2,8 prósent á föstu verði miðað við aflaverðmætið í fyrra. Þetta skýrist af mun meiri kolmunnaafla sem fór í bræðslu og rúmlega fimm prósenta minni þorskafla í apríl í ár samanborið við fyrra ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×