Húsvíkingar vongóðir um álver 18. maí 2005 00:01 Húsvíkingar eru bjartsýnir á að fá álver á svæðið eftir að hafa fundað með mönnum frá Alcoa. "Við höfum alltaf trúað því að það verði á endanum ákveðið að reisa álver hér á Húsavík, þar sem allar aðstæður hér eru fyrir hendi. Í þokkabót virðist vera að skapast um þetta sátt á Norðurlandi öllu, sem er okkur hér á Húsavík mikið ánægjuefni," segir Reinard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, hefur lagt til að litið verði til Húsavíkur sem fyrsta kosts fyrir álver. Reinhard er ánægður með þetta. "Ég fagna þessari afstöðu Kristjáns, sem er til þess að fallin að efla samstöðu um þetta verkefni," Kristján Þór segir afstöðu sína vera eins konar sáttatillögu. "Staðarval álvers hefur verið deilumál hér á Norðurlandi og því tel ég nauðsynlegt að við Norðlendingar séum einhuga um að vinna sem best að þessu verkefni. Þetta sjónarmið hjá mér, að nefna Húsavík sem fyrsta kost, er liður í því að reyna að skapa samtakamátt um stóriðju hér á Norðurlandi, sem er algjör forsenda fyrir því að svona stórt verkefni geti gengið vel," segir Kristján. Ársæll Guðmundsson, sveitarstjóri í Skagafirði, telur ótímabært að ræða um staðarvalið með þeim hætti sem Kristján hefur gert. "Það eru ennþá skiptar skoðanir um hvernig iðnað við viljum byggja upp á Norðurlandi og því tel ég óeðlilegt að strax sé farið að raða stöðunum niður eftir röð. Það þarf að ræða þetta mál nánar og betur til þess að sáttin um málið geti á endanum verið víðtæk og marktæk," segir Ársæll og leggur áherslu á að óvissuþættirnir séu ennþá margir í þessu máli. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir það ekki koma á óvart að Alcoa sé að undirbúa uppsetningu álvers á Norðurlandi. "Iðnaðarráðherra hefur alltaf talað fyrir uppbyggingu álvers á Norðurlandi og því kemur mér ekki á óvart að samstaða um þá uppbyggingu sé að aukast," segir Árni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Sjá meira
Húsvíkingar eru bjartsýnir á að fá álver á svæðið eftir að hafa fundað með mönnum frá Alcoa. "Við höfum alltaf trúað því að það verði á endanum ákveðið að reisa álver hér á Húsavík, þar sem allar aðstæður hér eru fyrir hendi. Í þokkabót virðist vera að skapast um þetta sátt á Norðurlandi öllu, sem er okkur hér á Húsavík mikið ánægjuefni," segir Reinard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, hefur lagt til að litið verði til Húsavíkur sem fyrsta kosts fyrir álver. Reinhard er ánægður með þetta. "Ég fagna þessari afstöðu Kristjáns, sem er til þess að fallin að efla samstöðu um þetta verkefni," Kristján Þór segir afstöðu sína vera eins konar sáttatillögu. "Staðarval álvers hefur verið deilumál hér á Norðurlandi og því tel ég nauðsynlegt að við Norðlendingar séum einhuga um að vinna sem best að þessu verkefni. Þetta sjónarmið hjá mér, að nefna Húsavík sem fyrsta kost, er liður í því að reyna að skapa samtakamátt um stóriðju hér á Norðurlandi, sem er algjör forsenda fyrir því að svona stórt verkefni geti gengið vel," segir Kristján. Ársæll Guðmundsson, sveitarstjóri í Skagafirði, telur ótímabært að ræða um staðarvalið með þeim hætti sem Kristján hefur gert. "Það eru ennþá skiptar skoðanir um hvernig iðnað við viljum byggja upp á Norðurlandi og því tel ég óeðlilegt að strax sé farið að raða stöðunum niður eftir röð. Það þarf að ræða þetta mál nánar og betur til þess að sáttin um málið geti á endanum verið víðtæk og marktæk," segir Ársæll og leggur áherslu á að óvissuþættirnir séu ennþá margir í þessu máli. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir það ekki koma á óvart að Alcoa sé að undirbúa uppsetningu álvers á Norðurlandi. "Iðnaðarráðherra hefur alltaf talað fyrir uppbyggingu álvers á Norðurlandi og því kemur mér ekki á óvart að samstaða um þá uppbyggingu sé að aukast," segir Árni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Sjá meira