Innlent

Sandgerði tælir til sín íbúa

Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar ýtti úr vör markaðsátaki í gær með það að markmiði að fjölga íbúum bæjarins. Nú búa fjórtánhundruð manns í Sandgerði og setur bæjarstjórnin sér það markmið að fjölga íbúum um fjögurhundruð á næstu misserum og að íbúarnir verði orðnir tvöþúsund innan fimm ára. Í þeim tilgangi hefur Sandgerðisbær skipulagt lóðir undir tæplega hundrað íbúðir. Þar af eru 46 einbýlishús, 22 parhús, 12 raðhúsaíbúðir og 11 sumarhús. Markaðsátakið ber heitið Sandgerðisbær-innan seilingar! Því var fréttamanni spurn hvort til stæði að gera Sandgerði að svefnbæ. "Nei, þetta markaðátak byggist að miklu leyti á því að sýna fram á aukin atvinnutækifæri í bænum," sagði Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstjóri. Fólk á aldrinum tuttugu til fjörutíu ára víða um land má eiga von á pakka frá Sandgerðisbæ þar sem ágæti staðarins eru tíunduð. "Ástæðan fyrir því að þessi aldurshópur varð fyrir valinu er sú að samkvæmt könnun sem var gerð fyrir okkur er þetta sá aldurshópur sem líklegastur er til búferlafluttninga," segir Sigurður Valur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×