Mjúkar aðferðir skila meiru 7. apríl 2005 00:01 Karlveldi og hestar - Ása Óðinsdóttir Ég las hestapistil Jens Einarssonar þriðjudaginn 29. mars og eins og nafnið gefur til kynna vænti ég þess að pistillinn fjallaði um hesta. En ég þurfti ekki að lesa meira en fyrstu setninguna til þess að gera mér ljóst að ég fengi ekki mikla hestamennsku með morgunkaffinu þennan daginn. Hér var til umræðu hrun hins íslenska karlaveldis á kostnað hestsins. Ég renndi þó í gegn um pistilinn og kjálkarnir sigu æ neðar eftir því sem lengra leið á þessi sorglegu skrif. Ég var satt að segja alltaf að bíða eftir punktinum með pistlinum, sem svo kom aldrei. Ég býst svo sem ekki við að sjónarmiði Jens verði breytt, enda væri það tímasóun að ætla sér það. Hins vegar efast ég stórlega um að þessi karlaútrýming úr samfélaginu sé mjög raunveruleg. Málið er bara það eins og allir vita, eða ættu að vita, að það skilar litlum tekjum í heimiliskassann að skeina rassa og skúra gólf heima eða heiman, jafnvel þó að það sé ekki síður mikilvægt en að byggja hús eða keyra lyftara. Svo virðist líka sem konur séu líka fullfærar um að skila sómasamlega af sér öllu því sem karlar hafa gert í gegn um tíðina, jafnvel að míga uppréttar. Hvað hestamennsku og tamningar varðar, hefur það sýnt sig að þessar "mjúkramanna, grænu aðferðir" skila miklu betri árangri en þessar tamningaraðferðir sem minnst var á í pistlinum góða, þessar sem sýndu manndóm og stórhug karlmanna. Og ef grannt er skoðað er þetta í raun sama lögmál og gildir í tamningu mannfólks, það er varla hægt að búast við að barið barn verði nokkru sinni að manni. Eins og fram kom framar í þessum texta mínum náði ég ekki punktinum með skrifum pistilhöfundar. Fljótt á litið virtist þetta vera óður til karlmanna um að gæta sín á valkyrjum þeim sem hafa það eitt að markmiði að bola þeim út úr samfélaginu, skella á þá uppþvottahönskum og læsa þá inni í eldhúsi. En þegar allt kom til alls fannst mér þetta snúast upp í andhverfu sína og verða niðurlægjandi fyrir karlþjóðina. Með þessum texta sínum fannst mér pistilhöfundur gera karlmenn að einhverjum greyjum sem óréttlæti heimsins og "testósterónóverdósaðar" breddur hefði leikið grátt. Því miður fyrir þá sem hafa þetta sjónarmið á lífið bendir allt til þess að þeir séu í útrýmingarhættu, ekki af völdum kvenmanna, heldur hafa þeir grafið sína eigin gröf einir og óstuddir. Ef til vill hefur blessaður maðurinn ekki verið með sjálfum sér þegar hann skrifaði þennan pistil og satt að segja er það von mín, en alltént held ég að hann ætti bara að halda sig við hestapistlana og leggja frá sér karlrembupennann áður en hann meiðir sig á honum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Karlveldi og hestar - Ása Óðinsdóttir Ég las hestapistil Jens Einarssonar þriðjudaginn 29. mars og eins og nafnið gefur til kynna vænti ég þess að pistillinn fjallaði um hesta. En ég þurfti ekki að lesa meira en fyrstu setninguna til þess að gera mér ljóst að ég fengi ekki mikla hestamennsku með morgunkaffinu þennan daginn. Hér var til umræðu hrun hins íslenska karlaveldis á kostnað hestsins. Ég renndi þó í gegn um pistilinn og kjálkarnir sigu æ neðar eftir því sem lengra leið á þessi sorglegu skrif. Ég var satt að segja alltaf að bíða eftir punktinum með pistlinum, sem svo kom aldrei. Ég býst svo sem ekki við að sjónarmiði Jens verði breytt, enda væri það tímasóun að ætla sér það. Hins vegar efast ég stórlega um að þessi karlaútrýming úr samfélaginu sé mjög raunveruleg. Málið er bara það eins og allir vita, eða ættu að vita, að það skilar litlum tekjum í heimiliskassann að skeina rassa og skúra gólf heima eða heiman, jafnvel þó að það sé ekki síður mikilvægt en að byggja hús eða keyra lyftara. Svo virðist líka sem konur séu líka fullfærar um að skila sómasamlega af sér öllu því sem karlar hafa gert í gegn um tíðina, jafnvel að míga uppréttar. Hvað hestamennsku og tamningar varðar, hefur það sýnt sig að þessar "mjúkramanna, grænu aðferðir" skila miklu betri árangri en þessar tamningaraðferðir sem minnst var á í pistlinum góða, þessar sem sýndu manndóm og stórhug karlmanna. Og ef grannt er skoðað er þetta í raun sama lögmál og gildir í tamningu mannfólks, það er varla hægt að búast við að barið barn verði nokkru sinni að manni. Eins og fram kom framar í þessum texta mínum náði ég ekki punktinum með skrifum pistilhöfundar. Fljótt á litið virtist þetta vera óður til karlmanna um að gæta sín á valkyrjum þeim sem hafa það eitt að markmiði að bola þeim út úr samfélaginu, skella á þá uppþvottahönskum og læsa þá inni í eldhúsi. En þegar allt kom til alls fannst mér þetta snúast upp í andhverfu sína og verða niðurlægjandi fyrir karlþjóðina. Með þessum texta sínum fannst mér pistilhöfundur gera karlmenn að einhverjum greyjum sem óréttlæti heimsins og "testósterónóverdósaðar" breddur hefði leikið grátt. Því miður fyrir þá sem hafa þetta sjónarmið á lífið bendir allt til þess að þeir séu í útrýmingarhættu, ekki af völdum kvenmanna, heldur hafa þeir grafið sína eigin gröf einir og óstuddir. Ef til vill hefur blessaður maðurinn ekki verið með sjálfum sér þegar hann skrifaði þennan pistil og satt að segja er það von mín, en alltént held ég að hann ætti bara að halda sig við hestapistlana og leggja frá sér karlrembupennann áður en hann meiðir sig á honum.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun