Mjúkar aðferðir skila meiru 7. apríl 2005 00:01 Karlveldi og hestar - Ása Óðinsdóttir Ég las hestapistil Jens Einarssonar þriðjudaginn 29. mars og eins og nafnið gefur til kynna vænti ég þess að pistillinn fjallaði um hesta. En ég þurfti ekki að lesa meira en fyrstu setninguna til þess að gera mér ljóst að ég fengi ekki mikla hestamennsku með morgunkaffinu þennan daginn. Hér var til umræðu hrun hins íslenska karlaveldis á kostnað hestsins. Ég renndi þó í gegn um pistilinn og kjálkarnir sigu æ neðar eftir því sem lengra leið á þessi sorglegu skrif. Ég var satt að segja alltaf að bíða eftir punktinum með pistlinum, sem svo kom aldrei. Ég býst svo sem ekki við að sjónarmiði Jens verði breytt, enda væri það tímasóun að ætla sér það. Hins vegar efast ég stórlega um að þessi karlaútrýming úr samfélaginu sé mjög raunveruleg. Málið er bara það eins og allir vita, eða ættu að vita, að það skilar litlum tekjum í heimiliskassann að skeina rassa og skúra gólf heima eða heiman, jafnvel þó að það sé ekki síður mikilvægt en að byggja hús eða keyra lyftara. Svo virðist líka sem konur séu líka fullfærar um að skila sómasamlega af sér öllu því sem karlar hafa gert í gegn um tíðina, jafnvel að míga uppréttar. Hvað hestamennsku og tamningar varðar, hefur það sýnt sig að þessar "mjúkramanna, grænu aðferðir" skila miklu betri árangri en þessar tamningaraðferðir sem minnst var á í pistlinum góða, þessar sem sýndu manndóm og stórhug karlmanna. Og ef grannt er skoðað er þetta í raun sama lögmál og gildir í tamningu mannfólks, það er varla hægt að búast við að barið barn verði nokkru sinni að manni. Eins og fram kom framar í þessum texta mínum náði ég ekki punktinum með skrifum pistilhöfundar. Fljótt á litið virtist þetta vera óður til karlmanna um að gæta sín á valkyrjum þeim sem hafa það eitt að markmiði að bola þeim út úr samfélaginu, skella á þá uppþvottahönskum og læsa þá inni í eldhúsi. En þegar allt kom til alls fannst mér þetta snúast upp í andhverfu sína og verða niðurlægjandi fyrir karlþjóðina. Með þessum texta sínum fannst mér pistilhöfundur gera karlmenn að einhverjum greyjum sem óréttlæti heimsins og "testósterónóverdósaðar" breddur hefði leikið grátt. Því miður fyrir þá sem hafa þetta sjónarmið á lífið bendir allt til þess að þeir séu í útrýmingarhættu, ekki af völdum kvenmanna, heldur hafa þeir grafið sína eigin gröf einir og óstuddir. Ef til vill hefur blessaður maðurinn ekki verið með sjálfum sér þegar hann skrifaði þennan pistil og satt að segja er það von mín, en alltént held ég að hann ætti bara að halda sig við hestapistlana og leggja frá sér karlrembupennann áður en hann meiðir sig á honum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Karlveldi og hestar - Ása Óðinsdóttir Ég las hestapistil Jens Einarssonar þriðjudaginn 29. mars og eins og nafnið gefur til kynna vænti ég þess að pistillinn fjallaði um hesta. En ég þurfti ekki að lesa meira en fyrstu setninguna til þess að gera mér ljóst að ég fengi ekki mikla hestamennsku með morgunkaffinu þennan daginn. Hér var til umræðu hrun hins íslenska karlaveldis á kostnað hestsins. Ég renndi þó í gegn um pistilinn og kjálkarnir sigu æ neðar eftir því sem lengra leið á þessi sorglegu skrif. Ég var satt að segja alltaf að bíða eftir punktinum með pistlinum, sem svo kom aldrei. Ég býst svo sem ekki við að sjónarmiði Jens verði breytt, enda væri það tímasóun að ætla sér það. Hins vegar efast ég stórlega um að þessi karlaútrýming úr samfélaginu sé mjög raunveruleg. Málið er bara það eins og allir vita, eða ættu að vita, að það skilar litlum tekjum í heimiliskassann að skeina rassa og skúra gólf heima eða heiman, jafnvel þó að það sé ekki síður mikilvægt en að byggja hús eða keyra lyftara. Svo virðist líka sem konur séu líka fullfærar um að skila sómasamlega af sér öllu því sem karlar hafa gert í gegn um tíðina, jafnvel að míga uppréttar. Hvað hestamennsku og tamningar varðar, hefur það sýnt sig að þessar "mjúkramanna, grænu aðferðir" skila miklu betri árangri en þessar tamningaraðferðir sem minnst var á í pistlinum góða, þessar sem sýndu manndóm og stórhug karlmanna. Og ef grannt er skoðað er þetta í raun sama lögmál og gildir í tamningu mannfólks, það er varla hægt að búast við að barið barn verði nokkru sinni að manni. Eins og fram kom framar í þessum texta mínum náði ég ekki punktinum með skrifum pistilhöfundar. Fljótt á litið virtist þetta vera óður til karlmanna um að gæta sín á valkyrjum þeim sem hafa það eitt að markmiði að bola þeim út úr samfélaginu, skella á þá uppþvottahönskum og læsa þá inni í eldhúsi. En þegar allt kom til alls fannst mér þetta snúast upp í andhverfu sína og verða niðurlægjandi fyrir karlþjóðina. Með þessum texta sínum fannst mér pistilhöfundur gera karlmenn að einhverjum greyjum sem óréttlæti heimsins og "testósterónóverdósaðar" breddur hefði leikið grátt. Því miður fyrir þá sem hafa þetta sjónarmið á lífið bendir allt til þess að þeir séu í útrýmingarhættu, ekki af völdum kvenmanna, heldur hafa þeir grafið sína eigin gröf einir og óstuddir. Ef til vill hefur blessaður maðurinn ekki verið með sjálfum sér þegar hann skrifaði þennan pistil og satt að segja er það von mín, en alltént held ég að hann ætti bara að halda sig við hestapistlana og leggja frá sér karlrembupennann áður en hann meiðir sig á honum.
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar