Innlent

Norðurál fær heimild til stækkunar

Ekkert stendur lengur í vegi fyrir því að Norðurál á Grundartanga geti aukið afköst álverksmiðju sinnar í 260 þúsund tonn en samningur þess efnis var undirritaður í vikunni. Hafa framkvæmdir við stækkun álversins staðið yfir um tíma en í þessum áfanga er einungis gert ráð fyrir að afkastagetan verði 212 þúsund tonn en ekkert því til fyrirstöðu að stækka frekar þegar fram líða stundir. Norðurál verður þannig stærsti framleiðandi áls á Íslandi en til samanburðar er afkastageta Alcan í Straumsvík tæp 180 þúsund tonn. Þegar og ef forsvarsmenn Norðuráls auka afkastagetuna í 260 þúsund tonn verður starfsfólki verksmiðjunnar fjölgað talsvert auk þess sem tekjur ríkisins, sveitarfélaga á svæðinu sem og orkusöluaðila aukast hlutfallslega. Hin hliðin á teningnum er hins vegar aukin loftmengun í Hvalfirðinum og víðar þegar fram líða stundir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×