Innlent

Þrjú snjóflóð í gærkvöld

Þrjú snjóflóð féllu með stuttu millibili á veginn í Kirkjubotnshlíð á Ísafirði síðdegis í gær. Vegurinn, sem er milli Ísafjarðar og Súðavíkur, lokaðist í nokkurn tíma en starfsmenn Vegagerðarinnar unnu við það í gærkvöldi að ryðja hann. Til stóð að hleypa umferð á veginn í skamman tíma, en loka honum svo aftur í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni var ástandið talið ótryggt á veginum á þessum slóðum vegna snjóflóðahættu, en í dag verður ákveðið hvenær umferð verður aftur hleypt um veginn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×