Innlent

Ekkert lát á loðnuveiðum

Ekkert lát er á loðnuveiðunum norður af Langnanesi og er langmest af aflanum fryst til manneldis. Hafrannsóknaskipið Árni Friðrikssson er að kortleggja göngurnar og er þess vænst að niðurstöður liggi fyrir upp úr miðri vikunni og að þá verði aukið verulega við kvótann. Vísindamenn um borð í Árna gefa ekkert upp um árangurinn að svo komnu, nema hvað þeir segja að mun meira sé af loðnu en reiknað var með.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×