Innlent

Breytingar á Hellisheiði

Ákveðið hefur verið að hafa þrjár akreinar frá Litlu kaffistofunni að Hveradalabrekku og mislæg gatnamót við Þrengslaafleggjara á Hellisheiði, að því er sunnlenska vikublaðið Glugginn greinir frá. Fram kemur að bjóða eigi út framkvæmdirnar á næstu dögum, en haft eftir Svani Bjarnasyni, svæðisstjóra Suðursvæðis Vegagerðarinnar að beðið sé endanlegs svars Skipulagsstofnunar varðandi matsskyldu, auk þess sem verið sé að leggja lokahönd á útboðsgögn. Framkvæmdir eiga að hefjast í febrúar eða mars og ljúka í október á þessu ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×