Innlent

Vill fækka starfsfólki

Miðað við fjárhagsáætlun meirihluta bæjarstjórnar Ísafjarðar bendir allt til þess að bæjarsjóðurinn verði tómur árið 2007 að mati Magnúsar Reynis Guðmundssonar, bæjarfulltrúa Frjálslyndra og óháðra. Bæjarins besta greinir frá því að Magnús vilji grípa til róttækra aðgerða. Meðal annars vill hann fækka stöðugildum hjá bænum um þrjátíu á tveimur árum og bjóða út rekstur skíðasvæðisins í Tungudal. Þá leggst hann gegn því að fasteignaskattar og ýmis gjöld verði hækkuð eins og meirihlutinn hefur lagt til.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×