Innlent

Orkla eignast meirihluta í Elkem

Norska fyrirtækjasamsteypan Orkla hefur eignast meirihluta í Elkem sem meðal annars á Íslenska járnblendifélagið. Orkla hafði þar með betur en Alcoa í baráttunni um Elkem.  Norska fyrirtækjasamsteypan Orkla hefur tryggt sér meirihlutann í Elkem með kaupum á hlut norskra lífeyrissjóða, tryggingarfélaga og banka í norsku iðnaðarsamsteypunni fyrir sem samsvarar ríflega tólf milljörðum íslenskra króna. Eftir kaupin eignast Orkla 50% í Elkem og hefur þar með myndast yfirtökuskylda. Samsteypan keypti rúmlega fimm milljónir hluta og greiðir hún jafnvirði 2400 íslenskra króna fyrir hlutinn, eða alls ríflega tólf milljarða króna. Eigendur Orkla hafa í mörg ár háð harða baráttu við bandaríska iðnaðarrisann Alcoa um að stýra Elkem en Alcoa, sem m.a. reisir nú álver í Reyðarfirði, á um 47% hlut í Elkem. Eftir að samkomulag náðist í morgun um kaupin er ljóst að Orkla hefur eignast meirihluta í Elkem, en Elkem á meðal annars Íslenska járnblendifélagið á Grundartanga. Ekki er ljóst hvaða áhrif kaupin í morgun kunna að hafa á starfsemina hér á landi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×