Innlent

Breytingar á lánasjóði

Það er mikilvægt að kanna framtíð Lánasjóðs landbúnaðarins að mati Guðna Ágústssonar, landbúnaðarráðherra nú þegar miklar breytingar eiga sér stað á peningamarkaði. Hann hefur skipað verkefnisstjórn til þess sem á að skila tillögu fyrir lok febrúar. Guðni sagði í samtali við Bændablaðið að sjóðurinn væri sterkur en þar með væri ekki sagt að reka bæri hann alltaf á sömu forsendum. Til greina kæmi að selja sjóðinn og hagnaðurinn notaður til að styrkja Lífeyrissjóð bænda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×