Búnaði við klórvinnslu ábótavant 10. janúar 2005 00:01 Verkfræðistofan Línuhönnun gerði alvarlegar athugasemdir við drög að starfsleyfi og áhættumat fyrir klórverksmiðju Mjallar-Friggjar í Kópavogi í haust. Kópavogsbær fékk Línuhönnun til að skoða og gera athugasemdir við meðal annars drög að starfsleyfi Mjallar-Friggjar fyrir klórvinnslu og áhættumat. Í skýrslum verkfræðistofunnar segir meðal annars að klórverksmiðjan noti "klórgas í því magni til framleiðslunnar sem er mjög hættulegt heilsu manna og getur ef það sleppur út í umhverfið verið lífshættulegt í næsta nágrenni við ákveðnar aðstæður." Gerð er athugasemd við það að fyrirtækið hafi hafið starfsemi á Kársnesi án allra þeirra leyfa sem til þarf og án áhættumats og grenndarkynningar, en mikilvægt sé að nágrannar viti af starfsemi sem þessari. Þá var enginn sjálfvirkur búnaður fyrir hendi til að nema og gera vart við gasleka og núverandi framleiðsluferli og stýring þess er sagt "varla geta talist besta fáanlega tækni." Í skýrslunum segir að ekkert brunaviðvörunarkerfi eða slökkvikerfi væri í húsi Mjallar-Frigg og brunahólf ekki í lagi. Gerð er athugasemd við að í skjali um hættumat sé sagt að engir skólar séu í nágrenninu, en skóli mun vera í rúmlega kílómeters fjarlægð frá verksmiðjunni. Lokaniðurstaða Línuhönnunar um áhættumat verksmiðjunnar var að ýmsu væri ábótavant þar. Á fimmtudaginn næstkomandi tekur bæjarráð Kópavogsbæjar fyrir tillögu Flosa Eiríkssonar bæjarfulltrúa um að Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis noti lagaheimildir sínar til að stöðva starfssemi klórverksmiðju Mjallar-Friggjar, sem fari fram án tilskyldra starfsleyfa. Áður munu forsvarsmenn Mjallar-Friggjar mæta á fund bæjarráðs og gera grein fyrir sínu máli. Hinrik Morthens, eigandi eignarhaldsfélags Filter tækni og Mjallar-Friggjar, vildi ekki ræða málið við Fréttablaðið á þeim forsendum að blaðið hafði kallað klórverksmiðjuna klórgasverksmiðju. Á þessu er reginmunur og hann segir það gilda einu þó klórgas sé notað við klórframleiðsluna. Fréttir Innlent Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Verkfræðistofan Línuhönnun gerði alvarlegar athugasemdir við drög að starfsleyfi og áhættumat fyrir klórverksmiðju Mjallar-Friggjar í Kópavogi í haust. Kópavogsbær fékk Línuhönnun til að skoða og gera athugasemdir við meðal annars drög að starfsleyfi Mjallar-Friggjar fyrir klórvinnslu og áhættumat. Í skýrslum verkfræðistofunnar segir meðal annars að klórverksmiðjan noti "klórgas í því magni til framleiðslunnar sem er mjög hættulegt heilsu manna og getur ef það sleppur út í umhverfið verið lífshættulegt í næsta nágrenni við ákveðnar aðstæður." Gerð er athugasemd við það að fyrirtækið hafi hafið starfsemi á Kársnesi án allra þeirra leyfa sem til þarf og án áhættumats og grenndarkynningar, en mikilvægt sé að nágrannar viti af starfsemi sem þessari. Þá var enginn sjálfvirkur búnaður fyrir hendi til að nema og gera vart við gasleka og núverandi framleiðsluferli og stýring þess er sagt "varla geta talist besta fáanlega tækni." Í skýrslunum segir að ekkert brunaviðvörunarkerfi eða slökkvikerfi væri í húsi Mjallar-Frigg og brunahólf ekki í lagi. Gerð er athugasemd við að í skjali um hættumat sé sagt að engir skólar séu í nágrenninu, en skóli mun vera í rúmlega kílómeters fjarlægð frá verksmiðjunni. Lokaniðurstaða Línuhönnunar um áhættumat verksmiðjunnar var að ýmsu væri ábótavant þar. Á fimmtudaginn næstkomandi tekur bæjarráð Kópavogsbæjar fyrir tillögu Flosa Eiríkssonar bæjarfulltrúa um að Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis noti lagaheimildir sínar til að stöðva starfssemi klórverksmiðju Mjallar-Friggjar, sem fari fram án tilskyldra starfsleyfa. Áður munu forsvarsmenn Mjallar-Friggjar mæta á fund bæjarráðs og gera grein fyrir sínu máli. Hinrik Morthens, eigandi eignarhaldsfélags Filter tækni og Mjallar-Friggjar, vildi ekki ræða málið við Fréttablaðið á þeim forsendum að blaðið hafði kallað klórverksmiðjuna klórgasverksmiðju. Á þessu er reginmunur og hann segir það gilda einu þó klórgas sé notað við klórframleiðsluna.
Fréttir Innlent Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira