Raforkuriddarinn 10. janúar 2005 00:01 Raforkuverð - Sigurjón Þórðarson alþingismaður Frjálslynda flokksins Á nýársdag hlotnaðist Valgerði Sverrisdóttur sá mikli heiður að hljóta stórriddarakross íslensku fálkaorðunnar fyrir störf í opinbera þágu og vil ég nota tækifærið og óska henni til hamingju.Ekki er nokkur vafi á því að Valgerður hefur beitt sér ötullega fyrir opinberum stórvirkjunum og jafnvel svo mjög að í kjölfar orðuveitingar herra Ólafs Ragnars Grímssonar hefur hún hlotið sæmdarheitið raforkuriddarinn manna á meðal. Sá böggull fylgir þó skammrifi að önnur verkefni ráðherrans hafa verið látin sitja á hakanum. Þekkt er hve ráðherrann hefur lítt sinnt brotum á samkeppnislögum sem varða almenning miklu. Mál tryggingafélaganna dagaði nánast uppi í eftirlitsstofnun ráðherrans eftir að hafa verið til þar til "meðferðar" í rúm 7 ár. Ekki var talið rétt að beita fyrirtækin sem hlunnfóru neytendur neinum þvingunarúrræðum öðrum en tilmælum um að brjóta ekki af sér að nýju. Byggðarmálum hefur nánast ekkert verið sinnt og hafa ýmsar ákvarðanir og ummæli ráðherrans verið vægast sagt mjög umdeild. Í pistli á heimasíðu ráðherrans má lesa sérkennilegt viðhrof til sjávarútvegs og sjávarbyggðanna. Í pistlinum er viðurkennt að kvótakerfið væri sjávarbyggðunum dýrt en svo heilagt væri kerfið að það væri af og frá að breyta því á nokkurn hátt og vera með því að föndra við byggðirnar. Við í Frjálslynda flokknum sjáum alls ekki neinn heilagleika við kerfi sem skilar helmingi minni botnfiskafla upp úr sjó en fyrir daga þess. Byggðamálaráðherrann hefur ennfremur beitt sér fyrir því að afnema flutningsjöfnun til landsbyggðarinnar og skilað þinginu afspyrnu lélegri skýrslu um framvindu byggðamála. Nýtt skipulag í raforkumálum virðist ætla að verða þeim fjölmörgu á landsbyggðinni sem kynda hús sín með raforku dýrkeypt og hækkar orkuverðið um 15%. Raforkufyrirtækin bera þá aumu afsökun á borð að ekki sé lengur heimilt að veita sérstaka afslætti vegna rafmagns til húshitunar. Raforkufyrirtækin minnast ekki á að það er ekkert sem stendur í vegi fyrir því að þau lækki verðið sem nemur þeim afslætti sem þau hafa gefið um árabil. Ég skora á iðnaðarráðherra að beita sér fyrir því að koma með öllum ráðum í veg fyrir þá miklu hækkun sem er boðuð á húshitunarkostnaði. Ef ekki verður komið í veg fyrir boðaða hækkun, þá tel ég að þeir fjölmörgu sem verða fyrir verulegri hækkun á húshitunarkostnaði munu minnast Valgerðar og Framsóknarflokksins þegar þeir greiða hækkaðan rafmagnsreikninginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Raforkuverð - Sigurjón Þórðarson alþingismaður Frjálslynda flokksins Á nýársdag hlotnaðist Valgerði Sverrisdóttur sá mikli heiður að hljóta stórriddarakross íslensku fálkaorðunnar fyrir störf í opinbera þágu og vil ég nota tækifærið og óska henni til hamingju.Ekki er nokkur vafi á því að Valgerður hefur beitt sér ötullega fyrir opinberum stórvirkjunum og jafnvel svo mjög að í kjölfar orðuveitingar herra Ólafs Ragnars Grímssonar hefur hún hlotið sæmdarheitið raforkuriddarinn manna á meðal. Sá böggull fylgir þó skammrifi að önnur verkefni ráðherrans hafa verið látin sitja á hakanum. Þekkt er hve ráðherrann hefur lítt sinnt brotum á samkeppnislögum sem varða almenning miklu. Mál tryggingafélaganna dagaði nánast uppi í eftirlitsstofnun ráðherrans eftir að hafa verið til þar til "meðferðar" í rúm 7 ár. Ekki var talið rétt að beita fyrirtækin sem hlunnfóru neytendur neinum þvingunarúrræðum öðrum en tilmælum um að brjóta ekki af sér að nýju. Byggðarmálum hefur nánast ekkert verið sinnt og hafa ýmsar ákvarðanir og ummæli ráðherrans verið vægast sagt mjög umdeild. Í pistli á heimasíðu ráðherrans má lesa sérkennilegt viðhrof til sjávarútvegs og sjávarbyggðanna. Í pistlinum er viðurkennt að kvótakerfið væri sjávarbyggðunum dýrt en svo heilagt væri kerfið að það væri af og frá að breyta því á nokkurn hátt og vera með því að föndra við byggðirnar. Við í Frjálslynda flokknum sjáum alls ekki neinn heilagleika við kerfi sem skilar helmingi minni botnfiskafla upp úr sjó en fyrir daga þess. Byggðamálaráðherrann hefur ennfremur beitt sér fyrir því að afnema flutningsjöfnun til landsbyggðarinnar og skilað þinginu afspyrnu lélegri skýrslu um framvindu byggðamála. Nýtt skipulag í raforkumálum virðist ætla að verða þeim fjölmörgu á landsbyggðinni sem kynda hús sín með raforku dýrkeypt og hækkar orkuverðið um 15%. Raforkufyrirtækin bera þá aumu afsökun á borð að ekki sé lengur heimilt að veita sérstaka afslætti vegna rafmagns til húshitunar. Raforkufyrirtækin minnast ekki á að það er ekkert sem stendur í vegi fyrir því að þau lækki verðið sem nemur þeim afslætti sem þau hafa gefið um árabil. Ég skora á iðnaðarráðherra að beita sér fyrir því að koma með öllum ráðum í veg fyrir þá miklu hækkun sem er boðuð á húshitunarkostnaði. Ef ekki verður komið í veg fyrir boðaða hækkun, þá tel ég að þeir fjölmörgu sem verða fyrir verulegri hækkun á húshitunarkostnaði munu minnast Valgerðar og Framsóknarflokksins þegar þeir greiða hækkaðan rafmagnsreikninginn.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar