Lífið

Þjóðlagahátíðin hlýtur Eyrarrósina

Þjóðlagahátíðin á Siglufirði hlaut Eyrarrósina. Hún er viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni. Dorrit Moussaieff, forsetafrú, afhenti verðlaunin á Bessastöðum í gær. Í umsögn vef Listahátíðar Reykjavíkur segir að Þjóðlagahátíðin sé einstaklega metnaðarfull og hafi á örfáum árum náð að stuðla að varðveislu og nýsköpun í íslenskri þjóðlagatónlist. Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Flugfélag Íslands standa að viðurkenningunni. Er henni ætlað að efla menningarlíf á landsbygðinni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.