Sport

United marði sigur á Exeter

Manchester United náði að merja 2-0 útisigur á utandeildarliðinu Exeter City í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar í fótbolta í gærkvöld. Ronaldo skoraði fyrra markið á 9. mínútu og Wayne Rooney síðara markið á 87.mínútu. Exeter, sem náði markalausu jafntefli í fyrri leiknum, þjarmaði hressilega að United í síðari hálfleik og voru þá síst lakari. United mætir Middlesbrough á heimavelli í fjórðu umferðinni. Watford er úr leik eftir 2-0 tap gegn Fulham. Heiðar Helguson var í byrjunarliðinu en Brynjar Björn Gunnarsson kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik. Blackburn lagði Cardiff að velli 3-2 og Hartlepool vann Boston 1-0.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×