Skattayfirvöld draga lappirnar 14. febrúar 2005 00:01 Skattayfirvöld eru að draga lappirnar í málum þeirra sem starfa ólöglega hérlendis, að sögn Sveins Hannessonar, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. "Mér finnst að skattayfirvöld eigi að elta þá sem eru með þessa menn í vinnu," segir Sveinn. "Það er verið að elta þessa erlendu starfsmenn til að kanna hvort þeir séu með atvinnuréttindi. Þær aðgerðir eru bara fyrirsláttur. Mér sýnist til dæmis ansi lítið gert í því að skoða hvort Íslendingar séu með iðnréttindi. Það er mjög mikilvægt að það sé tekið á þessum málum og farið í aðgerðir til að draga úr þessari svörtu starfsemi sem er orðin mikil meinsemd hér. Það er alveg óþolandi fyrir alvöru fyrirtæki sem stunda heiðarleg viðskipti að keppa við fyrirtæki sem eru að svíkjast um, borga laun sem eru undir almennum töxtum og gefa ekkert upp til skatts." Indriði H. Þorláksson ríkisskattstjóri segir meginregluna vera þá að ef ábendingar berist um ákveðin fyrirtæki séu þær skoðaðar. Skattayfirvöld geti líka tekið það upp sjálf að skoða fyrirtæki. Aðspurður hvort skattayfirvöld muni gera það í þessu tilfelli segist hann ekki vilja tjá sig um það. Sveinn segir tiltölulega nýlega breytingu á skattareglum eina skýringuna á því hvers vegna það sé að færast í vöxt að fyrirtæki gefi ekki upp laun starfsmanna. "Virðisaukaskattur af vinnu á byggingarstað var áður endurgreiddur og það dró þessi viðskipti mikið til upp á yfirborðið. Síðan var endurgreiðsluhlutfallið lækkað úr 100 prósentum í 60 prósent. Við vorum mjög uggandi yfir þeirri breytingu og töldum að það yrði til þess að auka svarta starfsemi í byggingariðnaði, sem mér sýnist að hafi orðið raunin." Indriði H. segir það álitamál hvort ástæða sé til að endurskoða þessar skattareglur. Fréttir Innlent Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Sjá meira
Skattayfirvöld eru að draga lappirnar í málum þeirra sem starfa ólöglega hérlendis, að sögn Sveins Hannessonar, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. "Mér finnst að skattayfirvöld eigi að elta þá sem eru með þessa menn í vinnu," segir Sveinn. "Það er verið að elta þessa erlendu starfsmenn til að kanna hvort þeir séu með atvinnuréttindi. Þær aðgerðir eru bara fyrirsláttur. Mér sýnist til dæmis ansi lítið gert í því að skoða hvort Íslendingar séu með iðnréttindi. Það er mjög mikilvægt að það sé tekið á þessum málum og farið í aðgerðir til að draga úr þessari svörtu starfsemi sem er orðin mikil meinsemd hér. Það er alveg óþolandi fyrir alvöru fyrirtæki sem stunda heiðarleg viðskipti að keppa við fyrirtæki sem eru að svíkjast um, borga laun sem eru undir almennum töxtum og gefa ekkert upp til skatts." Indriði H. Þorláksson ríkisskattstjóri segir meginregluna vera þá að ef ábendingar berist um ákveðin fyrirtæki séu þær skoðaðar. Skattayfirvöld geti líka tekið það upp sjálf að skoða fyrirtæki. Aðspurður hvort skattayfirvöld muni gera það í þessu tilfelli segist hann ekki vilja tjá sig um það. Sveinn segir tiltölulega nýlega breytingu á skattareglum eina skýringuna á því hvers vegna það sé að færast í vöxt að fyrirtæki gefi ekki upp laun starfsmanna. "Virðisaukaskattur af vinnu á byggingarstað var áður endurgreiddur og það dró þessi viðskipti mikið til upp á yfirborðið. Síðan var endurgreiðsluhlutfallið lækkað úr 100 prósentum í 60 prósent. Við vorum mjög uggandi yfir þeirri breytingu og töldum að það yrði til þess að auka svarta starfsemi í byggingariðnaði, sem mér sýnist að hafi orðið raunin." Indriði H. segir það álitamál hvort ástæða sé til að endurskoða þessar skattareglur.
Fréttir Innlent Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Sjá meira