Viðskiptahindranir til sölu! 14. febrúar 2005 00:01 Ríkisstjórnin er nú að selja rótgróið einokunarfyrirtæki, Símann. Þetta er öflugt félag sem staðið hefur af sér samkeppni á flestum sviðum. Lykillinn að því að standa af sér samkeppni felst í því að ráða grunnnetinu. Sá sem ræður yfir grunnnetinu getur beitt samkeppnisaðila margvíslegum viðskiptahindrunum. Síminn hefur óhikað beitt þeim viðskiptahindrunum sem yfirráð grunnnetsins bjóða upp á. Þetta hefur Póst- og fjarskiptastofnun staðfest. Og hvernig virka þessar viðskiptahindranir? Búum til lítið dæmi. Fjarskiptafélagið X hringir í sinn viðskiptastjóra hjá Símanum og óskar eftir að kaupa öflugt samband á Stöðvarfirði til að dreifa þar innanbæjar. Nú líða þrír mánuðir og Síminn svarar ekki. Aftur er hringt og erindið ítrekað. Kurteislega er beðist afsökunar á þessum drætti á málinu, það hafi eitthvað farið úrskeiðis. Starfsmaður Símans lofar að málið verði afgreitt hið fyrsta. Enn líða tveir mánuðir. Hringt er og spurt hvað þessu líði eiginlega. Þau bara skilja þetta ekki. Nú er svari lofað frá Símanum í lok vikunnar. Mánuður líður. Enn er hringt í Símann og nú er svari lofað á eftir. Tölvupóstur berst. Kostnaður á mánuði 467.000 án vsk. Stofngjald ríflega ein milljón. Bíddu! Þetta er einhver vitleysa. Ég er að tala um Stöðvarfjörð á Íslandi?Þau lofa að skoða þetta aðeins betur. Þetta er rétt hjá þér. Þetta er eitthvað skrítið. Hefurðu talað við heildsölu Símans? Nei, á ég að gera það? Já. Talað við heildsöluna. Næst í þá daginn eftir. Nei, þetta er ekki á okkar könnu, þetta er ekki heildsöluvara, er svarið. Aftur á byrjunarreit eftir ríflega sex mánaða bið. Hringt í Símann. Er hún við þarna sem ég talaði við um daginn? Nei, hún er komin í aðra deild. Þú verður að tala við nýja viðskiptastjórann. Ha? Það er sá fimmti á tæpu ári. Já, þú verður að tala við hann. Erindið er því næst borið upp við nýja viðskiptastjórann. Það tekur hálfan mánuð að fá svar. Niðurstaðan. Verð á mánuði er langt yfir því sem vænlegt getur talist fyrir utan vsk. Spurt er; getið þið gefið afslátt til Stöðvarfjarðar, þar sem þetta er eina leiðin þeirra. Nú stendur ekki á svari. Nei! Þvílíkt kjaftæði, hugsa ég, en það má ekki styggja skrímslið. Hef gert það og fékk að kenna á því. Síminn hefur möguleika á að beita viðskiptahindrunum og hefur gert það og mun gera það. Verði grunnnetið selt með Símanum er verið að selja hindranir, viðskiptahindranir. Það mun ekki verða friður á fjarskiptamarkaði verði grunnnetið selt með þessum hætti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin er nú að selja rótgróið einokunarfyrirtæki, Símann. Þetta er öflugt félag sem staðið hefur af sér samkeppni á flestum sviðum. Lykillinn að því að standa af sér samkeppni felst í því að ráða grunnnetinu. Sá sem ræður yfir grunnnetinu getur beitt samkeppnisaðila margvíslegum viðskiptahindrunum. Síminn hefur óhikað beitt þeim viðskiptahindrunum sem yfirráð grunnnetsins bjóða upp á. Þetta hefur Póst- og fjarskiptastofnun staðfest. Og hvernig virka þessar viðskiptahindranir? Búum til lítið dæmi. Fjarskiptafélagið X hringir í sinn viðskiptastjóra hjá Símanum og óskar eftir að kaupa öflugt samband á Stöðvarfirði til að dreifa þar innanbæjar. Nú líða þrír mánuðir og Síminn svarar ekki. Aftur er hringt og erindið ítrekað. Kurteislega er beðist afsökunar á þessum drætti á málinu, það hafi eitthvað farið úrskeiðis. Starfsmaður Símans lofar að málið verði afgreitt hið fyrsta. Enn líða tveir mánuðir. Hringt er og spurt hvað þessu líði eiginlega. Þau bara skilja þetta ekki. Nú er svari lofað frá Símanum í lok vikunnar. Mánuður líður. Enn er hringt í Símann og nú er svari lofað á eftir. Tölvupóstur berst. Kostnaður á mánuði 467.000 án vsk. Stofngjald ríflega ein milljón. Bíddu! Þetta er einhver vitleysa. Ég er að tala um Stöðvarfjörð á Íslandi?Þau lofa að skoða þetta aðeins betur. Þetta er rétt hjá þér. Þetta er eitthvað skrítið. Hefurðu talað við heildsölu Símans? Nei, á ég að gera það? Já. Talað við heildsöluna. Næst í þá daginn eftir. Nei, þetta er ekki á okkar könnu, þetta er ekki heildsöluvara, er svarið. Aftur á byrjunarreit eftir ríflega sex mánaða bið. Hringt í Símann. Er hún við þarna sem ég talaði við um daginn? Nei, hún er komin í aðra deild. Þú verður að tala við nýja viðskiptastjórann. Ha? Það er sá fimmti á tæpu ári. Já, þú verður að tala við hann. Erindið er því næst borið upp við nýja viðskiptastjórann. Það tekur hálfan mánuð að fá svar. Niðurstaðan. Verð á mánuði er langt yfir því sem vænlegt getur talist fyrir utan vsk. Spurt er; getið þið gefið afslátt til Stöðvarfjarðar, þar sem þetta er eina leiðin þeirra. Nú stendur ekki á svari. Nei! Þvílíkt kjaftæði, hugsa ég, en það má ekki styggja skrímslið. Hef gert það og fékk að kenna á því. Síminn hefur möguleika á að beita viðskiptahindrunum og hefur gert það og mun gera það. Verði grunnnetið selt með Símanum er verið að selja hindranir, viðskiptahindranir. Það mun ekki verða friður á fjarskiptamarkaði verði grunnnetið selt með þessum hætti.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar