Erlent

Segir mann ekki hafa sagst vera með sprengju

MYND/AP

Maðurinn sem var skotinn til bana í flugvél í Miami í fyrradag hrópaði ekki yfir vélina að hann væri með sprengju á sér. Þetta fullyrðir einn farþegi vélarinnar í viðtali við tímaritið Time. Farþeginn segir að lögreglumennirnir hafi verið allt of fljótir að grípa til þess ráðs að skjóta manninn, enda hafi hann verið á leiðinni út úr vélinni og aldrei notað orðið sprengja. Hann hafi sagt að hann yrði að komast út og konan hans hafi elt hann og kallað til lögreglumannanna að hann væri veikur. Á því augnabliki hafi öllum farþegum vélarinnar verið skipað að beygja sig á milli sætanna. Síðan hafi heyrst fimm byssuskot strax á eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×