Erlent

Sagður hafa verið líflátinn

Írakski uppreisnarhópurinn Íslamski herinn lýsti því yfir á vefsíðu í gær að hann hefði tekið bandarískan gísl sinn af lífi í gær. Engar myndir eða frekari upplýsingar fylgdu yfirlýsingunni en af henni mátti þó ráða að átt væri við Ronald Schulz, fertugan starfsmann öryggisþjónustu, en honum var rænt í landinu á dögunum.

Á þriðjudaginn birtust myndir af honum á sjónvarpsstöðinni al-Jazeera með hendur bundnar fyrir aftan bak og voru þær sagðar vera frá umræddum hópi. Rúmt ár er liðið síðan bandarískur gísl var síðast tekinn af lífi í Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×