Erlent

Slíkur framburður ótækur

Charles Clarke. Dómar verða ekki staðfestir sé pyntingum beitt.
Charles Clarke. Dómar verða ekki staðfestir sé pyntingum beitt.

Sérstakur dómstóll breskra lávarða úrskurðaði í gær að vitnisburð sem fengist hefði með pyntingum væri ekki hægt að nota gegn grunuðum hryðjuverkamönnum. Úrskurðurinn þýðir að taka verður upp mál átta manna sem sitja í öryggisgæslu og á senn að reka úr landinu á grundvelli framburðar fanga úr Guantanamo-búðunum alræmdu.

Þeir áfrýjuðu dómi áfrýjunardómstóls frá því í fyrra sem var á þá leið að taka mætti slíkan vitnisburð gildan svo fremi sem bresk stjórnvöld hefðu ekki tekið þátt í pyntingunum. BBC hefur eftir Charles Clarke innanríkisráðherra að stjórnvöld yndu dómnum enda hefði þau aldrei haft í hyggju að notfæra sér slíkan framburð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×