Erlent

Útskrifuð af sjúkrahúsi

Járnfrúin fékk aðsvif og þótti því vissara að láta hana gista á sjúkrahúsi.
Járnfrúin fékk aðsvif og þótti því vissara að láta hana gista á sjúkrahúsi.

Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, var flutt á sjúkrahús í fyrrakvöld eftir að hún fékk aðsvif á hárgreiðslustofu. Hún var hins vegar útskrifuð í gær og virtist þá hin hressasta.

Thatcher, sem nýlega varð áttræð, var einn öflugasti stjórnmálamaður Bretlands á seinni hluta síðustu aldar. Hún hlaut viður­nefnið Járnfrúin vegna harðdrægni sinnar og var ýmist dáð eða hötuð. Heilsu Thatcher hefur hrakað nokkuð síðan Denis eiginmaður hennar lést fyrir tveimur árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×