Erlent

Hreindýrum fjölgar ört á Grænlandi

Hreindýr í Grænlandi hafa aldrei verið fleiri en nú og ef fram fer sem horfir getur það haft alvarlegar afleiðingar fyrir bæði dýr og menn. Politiken greinir frá því að samkvæmt nýjustu talningu Náttúrfræðistofnunar Grænlands hafi hreindýrum í landinu fjölgað um fjórðung á síðustu fimm árum og telur hreindýrastofninn nú um 125 þúsund dýr. Sérfræðingar segja þessa miklu fjölgun geta leitt til þess að baráttan um fæðuna verði harðari og að dýrin verði árásagjarnari og geti hugsanlega drepið hvert annað. Hætta sé á að stór hluti stofnsins drepist úr hungri með tilheyrandi búsifjum fyrir atvinnuveiðimenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×