Erlent

Verður líklega fyrsti kvenkyns forseti Chile

Michele Bachelet verður fyrsti kvenkyns forseti Chile, nái hún kjöri í í forsetakosningum sem fram fara á sunnudag.



Til að ná kjöri verður forseti að hafa yfir 51 % atkvæða en Bachelet hefur forystuna í skoðanakönnunum með 48% atkvæða. Komi ekki skýr niðurstaða úr kosningunum á sunnudag munu tveir efstu frambjóðendurnir fara í aðra lotu kosninga þann fimmtánda janúar.



Mótframbjóðendur Bachelet eru þeir Joaquin Lavin og Sebastian Piniera, en samkvæmt skoðanakönnunum gætu þeir saman náð um 45 % atkvæða.



Þetta er í fjórða sinn sem Chile kýs sér forseta síðan einræðisherran, Augusto Pinochet, fór frá völdum árið 1990.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×