Erlent

Vetrarveður í Chicago olli töluverðum vandræðum

Vitlaust veður á bandarískan mælikvarða olli töluverðum vandræðum víða vestan hafs í gær. Frost og allt að 25 sentimetra jafnfallinn snjór voru til vandræða en alvarlegasta atvikið var án efa þegar Boeing 737 farþegaþota með 90 manns innanborðs brunaði út af flugbraut í lendingu í Chicago. Vélin stöðvaðist á fjölförnum vegi, á bifreið fjölskyldu sem þar var á ferð. Sex ára drengur týnti lífi og bróðir hans og foreldrar slösuðust. Það þykir mildi að aðeins skildu tveir farþegar í vélinni slasast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×