Erlent

Gary Glitter segist saklaus

MYND/AFP

Fyrrum poppstjarnan gary Glitter hefur viðurkennt fyrir Víetnömskum yfirvöldum að hafa haft ellefu ára gamla stúlku í rúmi sínu en neitar að hafa misnotað hana.

 

Hinum sextíu og eins árs gamla Glitter er haldið í fangelsi fyrir utan strandborgina Vung Tau, ásakaður um svívirðilegt athæfi með barni en hann er talinn hafa haft kynmök með allnokkrum stúlkum undir lögaldri, þar á meðal er ein ellefu ára og önnur tólf.

Glitter hefur neitað ásökunum og hefur ekki verið ákærður formlega. Lögreglan hefur tekið viðtöl við sex stúlkur sem segjast hafa haft kynmök við Glitter, sú yngsta ellefu ára.

Gary Glitter segir að sú yngsta hafi skriðið upp í rúm til hans vegna þess að hún hafi verið hrædd við drauga.

 

Hámarks refsing í Víetnam fyrir að nauðga barni er dauðarefsing, en samkvæmt lögum eru kynmök með börnum undir þrettán ára talið vera nauðgun.

 

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Gary Glitter kemst í kast við lögin en hann var dæmdur fyrir barnaklám í Bretlandi og vísað út úr Kambódíu árið 2002 af barnaverndarfólki og ráðherra Kvennamála.

.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×