Erlent

40% stjórnarmanna norskra fyrirtækja skulu vera konur frá og með áramótum

Fjórir af hverjum tíu stjórnarmönnum norskra fyrirtækja skulu vera konur frá og með áramótum. Gangi það ekki eftir mega fyrirtæki búast við sektum eða að vera hreinlega lokað.

Ný ríkisstjórn Noregs ætlar að framfylgja harðri jafnréttisstefnu sem vekur athygli. Fjörutíu prósent stjórnarmanna hlutafélaga, hvort sem þau ríkishlutafélög eða skráð á markaði, skulu vera kvenkyns. Þessi nýju lög taka gildi um áramótin, en félögin hafa aðlögunartíma til fyrsta janúar 2008. Eftir það er hins vegar ekki von á góðu. Talsmenn norsks viðskiptalífs hafa gagnrýnt þessar nýju reglur og segja konur ryðja sér rúms í norskum viðskiptaheimi í sífellt ríkari mæli án afskipta ríkisins. Réttast væri að stjórnarmenn væru valdir með hæfni í huga en ekki kynjakvóta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×