Rannsókn sé stórpólitísk tíðindi 10. júní 2005 00:01 Stjórnarandstaðan kallar það stórpólitísk tíðindi að Ríkisendurskoðandi dragi í efa hæfi forsætisráðherra þegar tekin var ákvörðun um sölu ríkisbankanna. Formaður Vinstri - grænna segir að það yrði ekki einungis áfellisdómur yfir forsætisráðherra, yrði hann talinn vanhæfur, heldur einnig yfir fyrri störf Ríkisendurskoðunar. Forystumenn stjórnarandstöðuflokkanna funduðu í dag um þá stöðu sem upp er komin í málinu eftir að ríkisendurskoðandi ákvað að skoða mögulegt vanhæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, segir það stórmál að sjálfur forsætisráðherra hafi hugsanlega ekki verið hæfur til að fjalla um sölu bankanna í ráðherranefnd um einkavæðingu. Þá er það einnig mat Steingríms að Ríkisendurskoðun sé komin í vægast sagt óþægilega stöðu í málinu. Hann segir stofnunina meira og minna farna að endurskoða eigin verk og fyrri niðurstöður. Ríkisendurskoðun hafi skilað frá sér að minnsta kosti í tvígang skýrslum og svo álitsgerðum eða minnisblöðum og mætt fyrir þingnefndir þar sem hún hafi talið þessi mál upplýst. „Það mun vera svo seint sem á fundi fjárlaganefndar á miðvikudaginn sem Ríkisendurskoðun taldi ekki ástæðu til þess að kanna frekar m.a. þennan þátt um mögulegt vanhæfi forsætisráðherra,“ segir Steingrímur. Aðspurður hvort hann telji Ríkisendurskoðun vanhæfa til þess að halda áfram með málið neitar Steingrímur því en segist fyrst og fremst að benda á staðan hljóti að teljast erfið fyrir ríkisendurskoðanda. „Segjum nú að hann kæmist að alveg nýrri og óvæntri niðurstöðu sem væri þvert á fyrri niðurstöður og fyrri skýrslur. Þá er væri verið að fella áfellisdóm yfir þeim verkum,“ segir Steingrímur. Því verður að mati Steingríms og annarra forystumanna í stjórnarandstöðuflokkunum að fara fram óháð rannsókn á málinu í eitt skipti fyrir öll. „Og alveg sérstaklega ættu auðvitað forkólfar ríkisstjórnarinnar, ráðherrar í nefnd um einkavæðingu og þeir sem eiga beina aðild að þessu máli, að fara fram á slíky,“ segir Steingrímur. Steingrímur telur að réttast sé að láta niðurstöðu Ríkisendurskoðunar verða næsta skref í málinu en leggur áherslu á það snúist um miklu meira en bara persónuleg tengsl Halldórs Ásgrímssonar. Hann segir margt fleira óupplýst í málinu sem snúi að stjórnarflokkunum báðum. Þess vegna geti niðurstaða Ríkisendurskoðunar varðandi hugsanlegt vanhæfi forsætisráðherra aldrei orðið neinn endapunktur í málinu. Málið eigi rætur mun víðar og og pólitískir og siðferðilegir þættir þess teygi sig víða. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Stjórnarandstaðan kallar það stórpólitísk tíðindi að Ríkisendurskoðandi dragi í efa hæfi forsætisráðherra þegar tekin var ákvörðun um sölu ríkisbankanna. Formaður Vinstri - grænna segir að það yrði ekki einungis áfellisdómur yfir forsætisráðherra, yrði hann talinn vanhæfur, heldur einnig yfir fyrri störf Ríkisendurskoðunar. Forystumenn stjórnarandstöðuflokkanna funduðu í dag um þá stöðu sem upp er komin í málinu eftir að ríkisendurskoðandi ákvað að skoða mögulegt vanhæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, segir það stórmál að sjálfur forsætisráðherra hafi hugsanlega ekki verið hæfur til að fjalla um sölu bankanna í ráðherranefnd um einkavæðingu. Þá er það einnig mat Steingríms að Ríkisendurskoðun sé komin í vægast sagt óþægilega stöðu í málinu. Hann segir stofnunina meira og minna farna að endurskoða eigin verk og fyrri niðurstöður. Ríkisendurskoðun hafi skilað frá sér að minnsta kosti í tvígang skýrslum og svo álitsgerðum eða minnisblöðum og mætt fyrir þingnefndir þar sem hún hafi talið þessi mál upplýst. „Það mun vera svo seint sem á fundi fjárlaganefndar á miðvikudaginn sem Ríkisendurskoðun taldi ekki ástæðu til þess að kanna frekar m.a. þennan þátt um mögulegt vanhæfi forsætisráðherra,“ segir Steingrímur. Aðspurður hvort hann telji Ríkisendurskoðun vanhæfa til þess að halda áfram með málið neitar Steingrímur því en segist fyrst og fremst að benda á staðan hljóti að teljast erfið fyrir ríkisendurskoðanda. „Segjum nú að hann kæmist að alveg nýrri og óvæntri niðurstöðu sem væri þvert á fyrri niðurstöður og fyrri skýrslur. Þá er væri verið að fella áfellisdóm yfir þeim verkum,“ segir Steingrímur. Því verður að mati Steingríms og annarra forystumanna í stjórnarandstöðuflokkunum að fara fram óháð rannsókn á málinu í eitt skipti fyrir öll. „Og alveg sérstaklega ættu auðvitað forkólfar ríkisstjórnarinnar, ráðherrar í nefnd um einkavæðingu og þeir sem eiga beina aðild að þessu máli, að fara fram á slíky,“ segir Steingrímur. Steingrímur telur að réttast sé að láta niðurstöðu Ríkisendurskoðunar verða næsta skref í málinu en leggur áherslu á það snúist um miklu meira en bara persónuleg tengsl Halldórs Ásgrímssonar. Hann segir margt fleira óupplýst í málinu sem snúi að stjórnarflokkunum báðum. Þess vegna geti niðurstaða Ríkisendurskoðunar varðandi hugsanlegt vanhæfi forsætisráðherra aldrei orðið neinn endapunktur í málinu. Málið eigi rætur mun víðar og og pólitískir og siðferðilegir þættir þess teygi sig víða.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira