Starfsleyfi Alcoa ekki afturkallað 10. júní 2005 00:01 Lögmaður Umhverfisstofnunar segir starfsleyfi Alcoa fyrir álveri í Reyðarfirði ekki verða afturkallað þrátt fyrir dóm Hæstaréttar um að álverið þurfi að fara í umhverfismat. Hjörleifur Guttormsson telur að stöðva þurfi framkvæmdirnar í Reyðarfirði á meðan umhverfisáhrif verði metin. Starfseyfi Alcoa var gefið út eftir að ákvörðun Skipulagsstofnunar lá fyrir í mars 2003 um að álverið þyrfti ekki að fara í umhverfismat. Sigurður Örn Guðleifsson, lögmaður hjá Umhverfisstofnun, segir dóm Hæstaréttar hafa gefið ástæðu til þess að athuga hvort að afturkalla ætti stafsleyfi Alcoa, en ákveðið hafi verið að gera það ekki, meðal annars vegna þess að þeir leyfið hafa, hafi réttmætar væntingar um að halda því. Sigurður bendir enn fremur á að Alcoa hafi sent erindi til Skipulagsstofnunar á sínum tíma til þess að kanna það hvort þörf væri á öðru mati. Niðurstaða Skipulagstofnunar hafi verið sú að hið nýja álver þyrfti ekki að fara í mat og þá ákvörðun hafi umhverfisráðherra staðfest. Mistökin hafi legið þar en ekki hjá Alcoa. Þessi sjónarmið og mörg önnur vegist á og þurfi að skoða þegar tekin sé ákvörðun um það hvort Umhverfisstofnun eigi að afturkalla leyfið að eigin frumkvæði. Niðurstaða hennar sé sú að gera það ekki. Sigurður segir að ef umhverfismat kalli á breyttar forsendur geti verið að gefa þurfi út nýtt starfsleyfi en segir að í framhaldi af hagsmunamati nú þyki ekki rétt að afturkalla leyfið. Hjörleifur Guttormsson, sem kærði að ekki hafi farið fram sérstakt umhverfismat fyrir álver Alcoa, segist halda að Alcoa muni doka við með áframhaldandi framkvæmdir á meðan réttarstaðan sé svona óljós. Hann undrast ummæli umhverfisráðherra um að hægt sé að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Hann segist ekki vita hvar umhverfisráðherra sé staddur með skoðun mála og segist undrandi á því hvað frá honum komi, að það sé formsatriði og hægt sé að halda áfram framkvæmdum eins og ekkert hafi í skorist. Þetta segi ekki aðili með heila hugsun sem hafi fengið í höfuðið afgreiðslu, sem annar ráðherra hafi reyndar unnið árið 2002. Hann telji að umhverfisráðuneytið þurfi að vanda sig ef það ætli að rétta af kúrsinn og bæta sína stöðu því það sé mikið áhyggjuefni hvernig þar sé gengið fram. Rannveig Guðmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ráðleggur þeim sem að málinu koma að staldra við með áframhaldandi framkvæmdir. Málið snúist ekki um hvort álver eigi að rísa heldur snúist það um fagleg vinnubrögð og umhverfisrétt. Hún telur það alvarlegt umhugsunarefni hvað ríkisstjórnin hafi fengið á sig marga dóma í málum sem hafi verið umdeild og þess vegna ratað í gegnum dómskerfið. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Lögmaður Umhverfisstofnunar segir starfsleyfi Alcoa fyrir álveri í Reyðarfirði ekki verða afturkallað þrátt fyrir dóm Hæstaréttar um að álverið þurfi að fara í umhverfismat. Hjörleifur Guttormsson telur að stöðva þurfi framkvæmdirnar í Reyðarfirði á meðan umhverfisáhrif verði metin. Starfseyfi Alcoa var gefið út eftir að ákvörðun Skipulagsstofnunar lá fyrir í mars 2003 um að álverið þyrfti ekki að fara í umhverfismat. Sigurður Örn Guðleifsson, lögmaður hjá Umhverfisstofnun, segir dóm Hæstaréttar hafa gefið ástæðu til þess að athuga hvort að afturkalla ætti stafsleyfi Alcoa, en ákveðið hafi verið að gera það ekki, meðal annars vegna þess að þeir leyfið hafa, hafi réttmætar væntingar um að halda því. Sigurður bendir enn fremur á að Alcoa hafi sent erindi til Skipulagsstofnunar á sínum tíma til þess að kanna það hvort þörf væri á öðru mati. Niðurstaða Skipulagstofnunar hafi verið sú að hið nýja álver þyrfti ekki að fara í mat og þá ákvörðun hafi umhverfisráðherra staðfest. Mistökin hafi legið þar en ekki hjá Alcoa. Þessi sjónarmið og mörg önnur vegist á og þurfi að skoða þegar tekin sé ákvörðun um það hvort Umhverfisstofnun eigi að afturkalla leyfið að eigin frumkvæði. Niðurstaða hennar sé sú að gera það ekki. Sigurður segir að ef umhverfismat kalli á breyttar forsendur geti verið að gefa þurfi út nýtt starfsleyfi en segir að í framhaldi af hagsmunamati nú þyki ekki rétt að afturkalla leyfið. Hjörleifur Guttormsson, sem kærði að ekki hafi farið fram sérstakt umhverfismat fyrir álver Alcoa, segist halda að Alcoa muni doka við með áframhaldandi framkvæmdir á meðan réttarstaðan sé svona óljós. Hann undrast ummæli umhverfisráðherra um að hægt sé að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Hann segist ekki vita hvar umhverfisráðherra sé staddur með skoðun mála og segist undrandi á því hvað frá honum komi, að það sé formsatriði og hægt sé að halda áfram framkvæmdum eins og ekkert hafi í skorist. Þetta segi ekki aðili með heila hugsun sem hafi fengið í höfuðið afgreiðslu, sem annar ráðherra hafi reyndar unnið árið 2002. Hann telji að umhverfisráðuneytið þurfi að vanda sig ef það ætli að rétta af kúrsinn og bæta sína stöðu því það sé mikið áhyggjuefni hvernig þar sé gengið fram. Rannveig Guðmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ráðleggur þeim sem að málinu koma að staldra við með áframhaldandi framkvæmdir. Málið snúist ekki um hvort álver eigi að rísa heldur snúist það um fagleg vinnubrögð og umhverfisrétt. Hún telur það alvarlegt umhugsunarefni hvað ríkisstjórnin hafi fengið á sig marga dóma í málum sem hafi verið umdeild og þess vegna ratað í gegnum dómskerfið.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira