Erlent

Páfi kominn heim

Jóhannes Páll páfi er kominn aftur í Páfagarð eftir sjúkrahúslegu og hann ávarpaði trúaða í dag í fyrsta sinn eftir barkaþræðingu. Mikill skari fólks beið eftir því að Jóhannes Páll páfi birtist í glugganum á sjúkrastofu sinni á Gemelli-sjúkrahúsinu í Róm í morgun, skömmu áður en aðstoðarmaður hans flutti sunnudagsbæn. Það var því mikill léttir þegar páfi birtist, veifaði og ávarpaði mannþröngina. Þetta var í fyrsta skipti frá því að páfi gekkst undir barkaþræðingu sem hann lét heyra í sér en aðstoðarmenn segja hann vera að braggast eftir veikindi. Röddin þótti nokkuð skýr en óttast var að páfi yrði óskiljanlegur eftir aðgerðina. Síðdegis yfirgaf hann svo sjúkrahúsið og sneri aftur í Páfagarð en óvíst er hversu mikið af hefðbundnum störfum hann tekst á við þegar í stað. Jóhannes Páll er 84 ára gamall og var lagður inn á sjúkrahús þann 24. febrúar síðastliðinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×