Innlent

Kirkjan hefur ekki gert upp hug sinn

Biskup Íslands segir þjóðkirkjuna ekki hafa myndað sér skoðun á því hvort hún vilji gefa saman samkynhneigð pör. En séra Bjarni Karlsson segist ekki þurfa annað en leyfi Alþingis, kirkjan sé ekki her sem bíði eftir skipunum herforingja.

Ríkisstjórnin hefur samþykkt fumvarp til laga sem eykur rétt samkynhneigðra til jafns við gagnkynhneigða. Til að fullur réttur sé tryggur vantar þó að trúfélögum verði leyft að staðfesta samvist samkynhneigðra.

Biskup Ísland segir þjóðkrikjuna ekki búna að mynda sér skoðun um hvort hún sé fylgjandi því að gefa saman samkynhneigð pör fáist til þess leyfi frá Alþingi.

Séra Bjarni segist sjálfur muni gefa saman samkynhneigð pör gefi Alþingi leyfi og veit hann um marga aðra presta sem myndu gera slíkt hið sama. Hann segir kirkjuna ekki vera her og því þrufi ekki að koma til skipanir frá mönnum innan þjóðkirkjunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×