Neytendur sviknir um ágóðann 22. mars 2005 00:01 Innflytjendur og verslanir hafa nýtt sér sterka stöðu krónunnar til að hækka álagningu sína, að mati Neytendasamtakanna. Þetta geri þeir með því að halda verðinu að mestu óbreyttu þótt innkaupsverð lækki. "Við hljótum að velta því fyrir okkur hvort virk samkeppni sé innan þeirra greina þar sem sterk staða krónunnar skilar sér ekki til neytenda," segir Jóhannes Gunnarsson, formaður samtakanna, sem telur þetta skoðunarefni fyrir samkeppnisyfirvöld. Rýnt er í þróun gjaldmiðla helstu viðskiptalanda Íslands og könnuð er þróun vísitölu neysluverðs á heimasíðu Neytendasamtakanna. Þar kemur í ljós að ekki stóð á seljendum að hækka verð á vörum sínum árið 2001 þegar gengi krónunnar veiktist. Það ár hækkaði dollarinn um rúm 27 prósent, evran um 19 prósent og gengisvísitalan um rúm 21. Innfluttar mat- og drykkjarvörur hækkuðu í verði um rúm 21 prósent, nýir bílar og varahlutir um 14 prósent og pakkaferðir um rúm 13. Strax í byrjun árs 2002 tók krónan að styrkjast og hefur aldrei verið jafn sterk og nú. Dollarinn hefur lækkað um 42 prósent frá desember 2001 til febrúar 2005 og evran um 15,5 prósent. Gengisvísitalan hefur lækkað um rúm 25 prósent. Á sama tíma hefur verð á innfluttum mat- og drykkjarvörum aðeins lækkað lítillega og bílar og varahlutir hafa hækkað um rúm þrjú prósent og pakkaferðir til útlanda hækkuðu einnig um tæp tvö prósent. Að sögn Jóhannesar gera Neytendasamtökin kröfu til innflytjenda og seljenda um að þeir hafi samræmi í hlutunum hjá sér. "Á sama hátt og veikari króna á árinu 2001 skilaði sér með fullum þunga í hærra vöruverði til neytenda, hljótum við að ætlast til þess að sterkari staða krónunnar nú skili sér í lækkuðu verði til neytenda." Fréttir Innlent Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Innflytjendur og verslanir hafa nýtt sér sterka stöðu krónunnar til að hækka álagningu sína, að mati Neytendasamtakanna. Þetta geri þeir með því að halda verðinu að mestu óbreyttu þótt innkaupsverð lækki. "Við hljótum að velta því fyrir okkur hvort virk samkeppni sé innan þeirra greina þar sem sterk staða krónunnar skilar sér ekki til neytenda," segir Jóhannes Gunnarsson, formaður samtakanna, sem telur þetta skoðunarefni fyrir samkeppnisyfirvöld. Rýnt er í þróun gjaldmiðla helstu viðskiptalanda Íslands og könnuð er þróun vísitölu neysluverðs á heimasíðu Neytendasamtakanna. Þar kemur í ljós að ekki stóð á seljendum að hækka verð á vörum sínum árið 2001 þegar gengi krónunnar veiktist. Það ár hækkaði dollarinn um rúm 27 prósent, evran um 19 prósent og gengisvísitalan um rúm 21. Innfluttar mat- og drykkjarvörur hækkuðu í verði um rúm 21 prósent, nýir bílar og varahlutir um 14 prósent og pakkaferðir um rúm 13. Strax í byrjun árs 2002 tók krónan að styrkjast og hefur aldrei verið jafn sterk og nú. Dollarinn hefur lækkað um 42 prósent frá desember 2001 til febrúar 2005 og evran um 15,5 prósent. Gengisvísitalan hefur lækkað um rúm 25 prósent. Á sama tíma hefur verð á innfluttum mat- og drykkjarvörum aðeins lækkað lítillega og bílar og varahlutir hafa hækkað um rúm þrjú prósent og pakkaferðir til útlanda hækkuðu einnig um tæp tvö prósent. Að sögn Jóhannesar gera Neytendasamtökin kröfu til innflytjenda og seljenda um að þeir hafi samræmi í hlutunum hjá sér. "Á sama hátt og veikari króna á árinu 2001 skilaði sér með fullum þunga í hærra vöruverði til neytenda, hljótum við að ætlast til þess að sterkari staða krónunnar nú skili sér í lækkuðu verði til neytenda."
Fréttir Innlent Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira