Mótmæltu stríði á Ingólfstorgi 19. mars 2005 00:01 Nokkur hundruð manns söfnuðust saman á Ingólfstorgi í dag til að krefjast þess að Bandaríkjastjórn dragi herlið sitt út úr Írak. Tilefnið? Jú, í dag eru liðin tvö ár frá því Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra, þar á meðal Íslendingar, ákváðu að koma Saddam Hussein frá völdum í Írak. Er stríðinu í Írak lokið, nú tveimur árum eftir innrásina, og allt komið í farsælan og lýðræðislegan farveg í landinu? Um þetta deila stjórnmálamenn, fræðimenn og almenningur um allan heim en íslenskir andstæðingar Íraksstríðsins sýndu í það minnsta sína skoðun á þessu máli í dag þegar þeir fjölmenntu með mótmælaspjöld á Ingólfstorg til að lýsa yfir andúð sinni á stríðinu sjálfu og framferði Bandaríkjastjórnar í Írak. Jórunn Sigurðardóttir, einn mótmælenda, segist hafa komið til að mótmæla og sýna að hún sé ekki sammála þessu stríði. Þorvaldur Þorvaldsson, sem einnig kom til að mótmæla, segir að flest það sem andstæðingar stríðsins hafi haldið fram fyrir tveimur árum hafi komið fram, m.a. að ástandið í Írak myndi ekki batna við innrásina heldur þveröfugt. Margrét Gauja Magnúsdóttir, sem einnig var á Ingólfstorgi, sagðist vera komin til að nýta rétt sinn til þess að mótmæla Íraksstríðinu og öllum stríðum yfirhöfuð. Björk Davíðsdóttir, sjö ára, sagðist aðspurð vera á móti stríði. Stefán Pálsson, formaður Samtaka herstöðvarandstæðinga, segir aðspurður að mótmælin séu ekki tímaskekkja í ljósi kosninga í Írak í lok janúar. Það sem hafi gerst allra síðustu daga og vikur í Írak sýni að sú furðulega bjartsýni manna um að allt yrði í himnalagi og pennastriki slegið yfir fortíðina vegna kosninganna sé fjarri sanni. Heimurinn horfi upp á borgarastyrjöld í Írak og ekkert bendi til þess að menn séu að nálgast frið og lýðræði í landinu og útlitið sé mjög skuggalegt. Stefán segir að Bush Bandaríkjaforseti hafi hitt naglann á höfuðið þegar hann sagði í Líbanon á dögunum að það væri ómögulegt að halda frjálsar og lýðræðislegar kosningar þar í landi með erlendan her í landinu. Það gildi í Írak ekki síður en Líbanon. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Nokkur hundruð manns söfnuðust saman á Ingólfstorgi í dag til að krefjast þess að Bandaríkjastjórn dragi herlið sitt út úr Írak. Tilefnið? Jú, í dag eru liðin tvö ár frá því Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra, þar á meðal Íslendingar, ákváðu að koma Saddam Hussein frá völdum í Írak. Er stríðinu í Írak lokið, nú tveimur árum eftir innrásina, og allt komið í farsælan og lýðræðislegan farveg í landinu? Um þetta deila stjórnmálamenn, fræðimenn og almenningur um allan heim en íslenskir andstæðingar Íraksstríðsins sýndu í það minnsta sína skoðun á þessu máli í dag þegar þeir fjölmenntu með mótmælaspjöld á Ingólfstorg til að lýsa yfir andúð sinni á stríðinu sjálfu og framferði Bandaríkjastjórnar í Írak. Jórunn Sigurðardóttir, einn mótmælenda, segist hafa komið til að mótmæla og sýna að hún sé ekki sammála þessu stríði. Þorvaldur Þorvaldsson, sem einnig kom til að mótmæla, segir að flest það sem andstæðingar stríðsins hafi haldið fram fyrir tveimur árum hafi komið fram, m.a. að ástandið í Írak myndi ekki batna við innrásina heldur þveröfugt. Margrét Gauja Magnúsdóttir, sem einnig var á Ingólfstorgi, sagðist vera komin til að nýta rétt sinn til þess að mótmæla Íraksstríðinu og öllum stríðum yfirhöfuð. Björk Davíðsdóttir, sjö ára, sagðist aðspurð vera á móti stríði. Stefán Pálsson, formaður Samtaka herstöðvarandstæðinga, segir aðspurður að mótmælin séu ekki tímaskekkja í ljósi kosninga í Írak í lok janúar. Það sem hafi gerst allra síðustu daga og vikur í Írak sýni að sú furðulega bjartsýni manna um að allt yrði í himnalagi og pennastriki slegið yfir fortíðina vegna kosninganna sé fjarri sanni. Heimurinn horfi upp á borgarastyrjöld í Írak og ekkert bendi til þess að menn séu að nálgast frið og lýðræði í landinu og útlitið sé mjög skuggalegt. Stefán segir að Bush Bandaríkjaforseti hafi hitt naglann á höfuðið þegar hann sagði í Líbanon á dögunum að það væri ómögulegt að halda frjálsar og lýðræðislegar kosningar þar í landi með erlendan her í landinu. Það gildi í Írak ekki síður en Líbanon.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira