Innlent

Bílvelta við Blönduós

Það þykir með ólíkindum að ökumaður, sem var einn í bíl sínum, skuli hafa sloppið nær ómeiddur þegar bíll hans valt út af þjóðveginum skammt frá Blönduósi í gærkvöldi og valt margar veltur niður bratta brekku. Bíllinn er gjörónýtur en ökumaður fékk að fara heim að lokinni skoðun á heilsugæslustöðinni. Hálka var á veginum þegar bíllinn rann út af í snarpri vindhviðu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×