
Sport
Eiður Smári góður gegn AC Milan

Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Chelsesa, sem vann 1-0 sigur á AC Milan í æfingaleik í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Eiður Smári átti fínan leik og skoraði meðal annars mark sem dæmt var af vegna rangstöðu. Það var hollenski vængmaðurinn Arjen Robben sem skoraði eina mark leiksins á 12. mínútu. Shaun Wright-Phillips þreytti frumraun sína í búningi Chelsea í leiknum og þótti standa sig vel. Eftir leikinn sagði Robben að sér fyndist Wright-Phillips vera “ótrúlegur leikmaður.”