Mjótt á mununum í formannskjöri 8. maí 2005 00:01 Örlitlu fleiri telja farsælla fyrir Samfylkinguna að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verði formaður flokksins en Össur Skarphéðinsson samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Þegar eingöngu er litið til stuðningsmanna flokksins hefur Ingibjörg þó ennþá yfirburði yfir Össur. Þegar þrettán dagar eru þar til úrslitin úr formannskjöri Samfylkingarinnar liggja ljós fyrir er ljóst að bilið á milli frambjóðendanna tveggja, Össurar Skarphéðinssonar og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fer minnkandi. Í könnun Fréttablaðsins sem gerð var í gær kemur fram að 44,8 prósent aðspurðra telja farsælla að Össur leiði flokkinn en 49,8 prósent segja að Ingibjörg Sólrún sé betur til forystunnar fallin. Íbúar landsbyggðarinnar eru jákvæðari í garð Össurar en Ingibjargar, en konur vilja heldur að Ingibjörg leiði Samfylkinguna en Össur. Þegar eingöngu er litið til þeirra sem sögðust myndu kjósa Samfylkinguna hefur Ingibjörg hins vegar talsverða yfirburði. 73,8 prósent kjósenda Samfylkingarinnar segja að farsælla sé fyrir flokkinn að Ingibjörg Sólrún leiði hann en 24,6 prósentum finnst Össur heppilegri formaður. Lítill munur er á kynjunum að þessu leyti svo og afstöðu landsbyggðarbúa gagnvart afstöðu höfuðborgarbúa. Sökum þess hversu fá svör eru á bak við þennan lið könnunarinnar þá skal tekið fram að hann er ekki tölfræðilega marktækur þótt í honum felist ákveðnar vísbendingar. "Stóru tíðindin í þessu eru að við Ingibjörg erum tiltölulega jöfn á meðal þjóðarinnar. Þar hefur því verið alger viðsnúningur frá fyrri könnunum. Þar hef ég greinilega sótt mjög á því við stöndum nánast jafnfætis þar. Þetta er í samræmi við að við í mínu framboði höfum fundið góða strauma liggja í átt til okkar," segir Össur. "Ég bíð hins vegar eftir því að hæstiréttur í málinu, félagar í Samfylkingunni sem nú eru í óða önn að kjósa, felli sinn dóm. Ég uni honum á hvorn veg sem verður." Ingibjörg Sólrún er ánægð með niðurstöður könnunarinnar . "Ég get ekki annað en verið það því í þeim felast vísbendingar um að ég standi sterkt að vígi innan Samfylkingarinnar. Ég undirstrika samt að þetta er ekki enn komið upp úr kjörkössunum. Það skiptir auðvitað mestu máli að fólk kjósi." Í febrúar var fólk spurt um mat þess á hver yrði formaður Samfylkingarinnar að loknu flokksþingi. Þegar litið er til alls úrtaksins þá var munurinn á þeim Össuri og Ingibjörgu meiri en nú, en minni þegar aðeins er horft til kjósenda Samfylkingarinnar. Það skal hins vegar tekið fram að febrúarspurningin er ekki hin sama og sú sem þátttakendur voru spurðir að núna. Það skal jafnframt ítrekað að svör kjósenda Samfylkingarinnar eru ekki nógu mörg til að vera tölfræðilega marktæk. Úrtakið í könnuninni var 800 manns. Það skiptist jafnt milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Hvort telur þú farsælla fyrir Samfylkinguna að Össur Skarphéðinsson eða Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verði formaður flokksins? Svarhlutfallið var 76 prósent. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Örlitlu fleiri telja farsælla fyrir Samfylkinguna að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verði formaður flokksins en Össur Skarphéðinsson samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Þegar eingöngu er litið til stuðningsmanna flokksins hefur Ingibjörg þó ennþá yfirburði yfir Össur. Þegar þrettán dagar eru þar til úrslitin úr formannskjöri Samfylkingarinnar liggja ljós fyrir er ljóst að bilið á milli frambjóðendanna tveggja, Össurar Skarphéðinssonar og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fer minnkandi. Í könnun Fréttablaðsins sem gerð var í gær kemur fram að 44,8 prósent aðspurðra telja farsælla að Össur leiði flokkinn en 49,8 prósent segja að Ingibjörg Sólrún sé betur til forystunnar fallin. Íbúar landsbyggðarinnar eru jákvæðari í garð Össurar en Ingibjargar, en konur vilja heldur að Ingibjörg leiði Samfylkinguna en Össur. Þegar eingöngu er litið til þeirra sem sögðust myndu kjósa Samfylkinguna hefur Ingibjörg hins vegar talsverða yfirburði. 73,8 prósent kjósenda Samfylkingarinnar segja að farsælla sé fyrir flokkinn að Ingibjörg Sólrún leiði hann en 24,6 prósentum finnst Össur heppilegri formaður. Lítill munur er á kynjunum að þessu leyti svo og afstöðu landsbyggðarbúa gagnvart afstöðu höfuðborgarbúa. Sökum þess hversu fá svör eru á bak við þennan lið könnunarinnar þá skal tekið fram að hann er ekki tölfræðilega marktækur þótt í honum felist ákveðnar vísbendingar. "Stóru tíðindin í þessu eru að við Ingibjörg erum tiltölulega jöfn á meðal þjóðarinnar. Þar hefur því verið alger viðsnúningur frá fyrri könnunum. Þar hef ég greinilega sótt mjög á því við stöndum nánast jafnfætis þar. Þetta er í samræmi við að við í mínu framboði höfum fundið góða strauma liggja í átt til okkar," segir Össur. "Ég bíð hins vegar eftir því að hæstiréttur í málinu, félagar í Samfylkingunni sem nú eru í óða önn að kjósa, felli sinn dóm. Ég uni honum á hvorn veg sem verður." Ingibjörg Sólrún er ánægð með niðurstöður könnunarinnar . "Ég get ekki annað en verið það því í þeim felast vísbendingar um að ég standi sterkt að vígi innan Samfylkingarinnar. Ég undirstrika samt að þetta er ekki enn komið upp úr kjörkössunum. Það skiptir auðvitað mestu máli að fólk kjósi." Í febrúar var fólk spurt um mat þess á hver yrði formaður Samfylkingarinnar að loknu flokksþingi. Þegar litið er til alls úrtaksins þá var munurinn á þeim Össuri og Ingibjörgu meiri en nú, en minni þegar aðeins er horft til kjósenda Samfylkingarinnar. Það skal hins vegar tekið fram að febrúarspurningin er ekki hin sama og sú sem þátttakendur voru spurðir að núna. Það skal jafnframt ítrekað að svör kjósenda Samfylkingarinnar eru ekki nógu mörg til að vera tölfræðilega marktæk. Úrtakið í könnuninni var 800 manns. Það skiptist jafnt milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Hvort telur þú farsælla fyrir Samfylkinguna að Össur Skarphéðinsson eða Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verði formaður flokksins? Svarhlutfallið var 76 prósent.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira