Innlent

Loðnuvertíðin á enda

"Auðvitað hefur komið fyrir að loðna hefur veiðst vel fram í apríl en mig grunar að veiðunum sé lokið að þessu sinni," segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Síldarvinnslunnar á Neskaupsstað. Flestir útgerðamenn virðast sammála um að botninn sé dottinn úr loðnuveiðum að þessu sinni. Björgólfur segist þó ánægður með að meira hefur veiðst á þessu ári en á hinu síðasta. "Það er bót í máli að meira er komið að landi nú og vertíðin sem slík ekki verið slæm en ég verð hissa ef veiðist meira en orðið er."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×