Erlent

Kosningum frestað í Afganistan

Hamid Karzai, forseti Afganistans, tilkynnti í gær að þingkosningum í landinu yrði frestað um tvo mánuði. Sprenging varð fimm manns að bana í Kandahar í suðurhluta landsins, þar sem uppreisnarmenn hliðhollir talibönum vaða enn uppi. Ákvörðunin um frestun kosninganna er staðfesting á því hve illa gengur að koma á stöðugleika í landinu, nú þegar rúm þrjú ár eru síðan talibanastjórnin var hrakin frá völdum. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var í heimsókn í Kabúl og lýsti hún því yfir að Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra myndu áfram styðja við uppbyggingu og lýðræðisvæðingu í landinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×