Innlent

Um 50 heilarar að störfum

Heilunarsteinar. Grunnurinn að bata í gegnum heilun er að sjúklingurinn vilji bata og trúi og treysti einlæglega á meðferðina. Í sumum tilfellum heilunar eru steinar notaðir.
Heilunarsteinar. Grunnurinn að bata í gegnum heilun er að sjúklingurinn vilji bata og trúi og treysti einlæglega á meðferðina. Í sumum tilfellum heilunar eru steinar notaðir.

Talið er að um 70-80 Íslendingar hafi lært DNA-heilun en aðeins um fimmtíu stunda DNA-heilun sem atvinnu hér á landi. Hinir nota kunnáttuna fyrir sjálfa sig að talið er. Engin föst gjaldskrá er til en búast má við að tíminn kosti um 4.000 krónur.

Ef heilararnir eru tveir tvöfaldast gjaldið og á virknin þá að verða mun meiri. Miðað við að heilari taki á móti fimm þiggj­endum á dag getur hann haft um 400 þúsund krónur í tekjur á mánuði.

Misjafnt er hversu marga tíma þarf til að ráða bug á vandanum. Grunnurinn er sá að sjúklingurinn vilji bata og trúi og treysti einlæglega á meðferðina. Stundum þarf þiggjandinn að koma allt að tíu sinnum.

Meðferð getur tekið allt upp í tíu ár. DNA-heilun stendur enn sem komið er fyrir utan félagsskap heilara og græðara. Vianna Stibal hefur kennt DNA-heilunina hér á landi ásamt þeim Birnu Smith og Eldey Huld Jónsdóttur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×