Erlent

Portúgal leitar til ESB vegna elda

MYND/VÍSIR
Portúgalar hafa beðið Evrópusambandið um aðstoð vegna skógarelda sem eyðilagt hafa á annað hundrað þúsund hektara landsvæðis á síðustu vikum. Yfirvöld í Portúgal glíma nú við mestu þurrka sem um getur í landinu frá því að skráningar hófust og hafa þeir gert slökkviliðsmönnum mjög erfitt fyrir. Um 3600 slökkviliðsmenn berjast við elda á um 50 stöðum, þar á meðal nærri höfuðborginni Lissabon, en reykjarmökkur liggur nú yfir borginni. Að minnsta kosti tíu slökkviliðsmenn hafa látist í baráttu sinni við eldana, en talið er að tæplega 135 þúsund hektarar skóglendis hafi brunnið frá því að eldsins varð fyrst vart. Frakkar hafa þegar ákveðið að senda tvær sérhæfðar slökkviliðsflugvélar til Portúgals til að aðstoða við slökkvistarf og beðið er eftir viðbrögðum annarra Evrópusambandsríkja.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×