Deilt á stjórnina vegna Símasölu 4. apríl 2005 00:01 "Ákveðið hefur verið að selja hlut ríkisins í Símanum í einu og heilu lagi einum hóp kjölfestufjárfesta," sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra á Alþingi í gær er hann kynnti skýrslu framkvæmdanefndar um einkavæðingu varðandi sölu á Símanum. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, spurði hvað valdi því flókna kerfi um eignarhald á þeim hópi sem má kaupa Símann. "Af hverju þurfa það að vera þrír aðilar að minnsta kosti sem kaupa Símann? Er svarið kannski það að með því sé verið að hámarka líkurnar á því að ýmis vildarfyrirtæki sem standa í skjóli ríkisstjórnarinnar geti komist að kjötkötlunum?" Lúðvík Bergsveinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að í viðskiptalífinu væri þrálátur og sterkur orðrómur að búið sé að ákveða hverjir eigi að kaupa Símann. Halldór gerði að umtalsefni gagnrýni þeirra sem mótfallnir eru því að selja Símann með grunnnetinu: "Ríkisstjórnin hefu lagst gegn því að aðskilja grunnnetið frá Símanum á þeim forsendum að hvergi í Evrópu hafi grunnnet verið aðskilið við einkavæðingu fjarskiptafyrirtækja og lagaumhverfið á Evrópska efnahagssvæðinu geri ráð fyrir samkeppni í rekstri grunnneta í fjarskiptageiranum. Nú síðast hefur fallið um það úrskurður og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sent sænskum stjórnvöldum rökstutt álit þess efnis að Svíar uppfylli ekki skuldbindingar sínar samkvæmt tilskipun sem fjallar einmitt um samkeppni á fjarskiptamarkaði," sagði Halldór. Össur sagði þetta ekki rétta túlkun hjá forsætisráðherra. "Hið rétta er að óheimilt er að veita ríkisfyrirtæki eða öðru fyrirtæki einkarétt á því að veita fjarskiptaþjónustu eða grunnnetsþjónustu," sagði Össur. Hann benti jafnframt á að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafi nýlega lagt fram skýrslu þar sem bent var á að ofurtök símafyrirtækja sem búið er að einkavæða stafi af því að þau hafa hin sterku tök sín á markaðinum gegnum grunnnetið. "Það er algert skilyrði hjá okkur í Samfylkingunni að Síminn verði ekki seldur nema grunnnetið verði skilið frá," sagði Össur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira
"Ákveðið hefur verið að selja hlut ríkisins í Símanum í einu og heilu lagi einum hóp kjölfestufjárfesta," sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra á Alþingi í gær er hann kynnti skýrslu framkvæmdanefndar um einkavæðingu varðandi sölu á Símanum. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, spurði hvað valdi því flókna kerfi um eignarhald á þeim hópi sem má kaupa Símann. "Af hverju þurfa það að vera þrír aðilar að minnsta kosti sem kaupa Símann? Er svarið kannski það að með því sé verið að hámarka líkurnar á því að ýmis vildarfyrirtæki sem standa í skjóli ríkisstjórnarinnar geti komist að kjötkötlunum?" Lúðvík Bergsveinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að í viðskiptalífinu væri þrálátur og sterkur orðrómur að búið sé að ákveða hverjir eigi að kaupa Símann. Halldór gerði að umtalsefni gagnrýni þeirra sem mótfallnir eru því að selja Símann með grunnnetinu: "Ríkisstjórnin hefu lagst gegn því að aðskilja grunnnetið frá Símanum á þeim forsendum að hvergi í Evrópu hafi grunnnet verið aðskilið við einkavæðingu fjarskiptafyrirtækja og lagaumhverfið á Evrópska efnahagssvæðinu geri ráð fyrir samkeppni í rekstri grunnneta í fjarskiptageiranum. Nú síðast hefur fallið um það úrskurður og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sent sænskum stjórnvöldum rökstutt álit þess efnis að Svíar uppfylli ekki skuldbindingar sínar samkvæmt tilskipun sem fjallar einmitt um samkeppni á fjarskiptamarkaði," sagði Halldór. Össur sagði þetta ekki rétta túlkun hjá forsætisráðherra. "Hið rétta er að óheimilt er að veita ríkisfyrirtæki eða öðru fyrirtæki einkarétt á því að veita fjarskiptaþjónustu eða grunnnetsþjónustu," sagði Össur. Hann benti jafnframt á að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafi nýlega lagt fram skýrslu þar sem bent var á að ofurtök símafyrirtækja sem búið er að einkavæða stafi af því að þau hafa hin sterku tök sín á markaðinum gegnum grunnnetið. "Það er algert skilyrði hjá okkur í Samfylkingunni að Síminn verði ekki seldur nema grunnnetið verði skilið frá," sagði Össur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira