Sport

Rétt að fara á nýja bílinn

Heimsmeistarinn í Formúlu 1, Michael Schumacher telur að Ferrari-liðið hafi tekið hárrétta ákvörðun þegar það afréð að nota nýja bílinn í kappakstri helgarinnar. Ferrari liðinu gekk illa í keppninni í Bahrein og þurfti meistarinn að sætta sig við að falla úr keppni eftir 11 hringi vegna bilunar í vökvakerfi bílsins. "Það var rétt ákvörðun að fara á nýja bílinn og þó að við höfum lent í smá bilun, hef ég engar áhyggjur af því. Stöðugleiki hefur verið helsti styrkur Ferrari á undanförnum árum og því veit ég að þessu verður kippt í liðinn," sagði Schumacher. Þegar hann var spurður hvort ekki hefði verið svekkjandi að þurfa að ljúka keppni svaraði hann; "Jú, vissulega er súrt að geta ekki klárað keppnina, en ég var að ná fínum tímum og var í toppbaráttunni, svo að þegar við verðum búnir að komast fyrir þessi smávægilegu tæknivandræði, held ég að við komum á fullu inn í þetta aftur," sagði Þjóðverjinn bjartsýnn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×